fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Borgarstjórinn tekinn af lífi um hábjartan dag

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt atvik átti sér stað í morgun þegar borgarstjóri tæplega 200 þúsund íbúa borgar var skotinn til bana.

Antonio Halili, borgarstjóri Tanauan á Filippseyjum, 173 þúsund íbúa borgar skammt suður af höfuðborginni Manila, var skotinn til bana fyrir utan vinnustað sinn í morgun. Halili var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús.

Árásarmaðurinn hefur ekki verið handtekinn en grunur leikur á að um hafi verið að ræða leyniskyttu. Samstarfsmenn Halili sögðust ekki hafa séð byssumanninn.

Halili þessi var ekki óumdeildur en hann var þekktur fyrir harða baráttu gegn grunuðum fíkniefnasölum. Átti hann það til að láta leiða þá í gegnum miðborgina svo íbúar gætu séð þá og virt þá fyrir sér. Orðrómur var hins vegar lengi á kreiki um að hann væri sjálfur viðriðinn viðskipti með fíkniefni en hann neitaði staðfastlega þeim sögusögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt