fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Segir grímuklædda menn hafa ógnað sér með hnífi og tekið bílinn sinn: Hringdu til að kaupa bjór – eigandi símans neitar sök

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. júní 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæru kollegar, varið ykkur á þessu símanúmeri. Hann hringdi í mig og pantaði bjór klukkan 2 eftir miðnætti. Eftir að ég stöðvaði bílinn settu þeir hníf að líkama mínum og tóku bílinn. Þeir voru með grímur fyrir andlitum. Lögreglan fann bílinn eftir 30 mínútur og ekkert meira en það. Verið varkár við vinnuna. Kær kveðja…“

Nokkurn veginn svona hljómar texti sem ungur Pólverji, búsettur hérlendis, setur inn í Facebook-hópinn Skutlarar. Upprunalega færslan er skrifuð á ensku og inniheldur nafn Pólverjans og símanúmerið sem hringt var í hann úr og falast eftir bjór. Um 42.000 manns eru í FB-hópnum en þar er bæði falast eftir og boðið upp á akstur og áfengi. Leigubílaakstur án tilskilinna leyfa er ólöglegur hér á landi og hið sama gildir um áfengissölu sem eingöngu ÁTVR og veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega stunda.

Mikil umræða hefur verið hér á landi um alþjóðlegu leigubílaþjónustuna Uber þar sem leigubíll er pantaður í gegnum snjallsímaforrit og þjónustan kostar mun minna en hjá hefðbundnum leigubílastöðum. Uber er ekki starfrækt hér á landi. Sumir líta á Facebook-hópinn Skutlara sem ígildi Uber á Íslandi en eins og fyrr segir er sú starfsemi sem þar er stunduð ekki lögleg.

Ef dæma má af færslum og umræðum á Skutlurum almennt er meirihlutinn af þeim viðskiptum sem þar fara fram meinlaus. Fólk keyrir gegn vægu gjaldi og sumir selja bjór. En þó hafa birst þar líka frásagnir um ógnandi hegðun skutlara og af færslu Pólverjans er ljóst að það getur líka verið hættulegt að vera skutlari.

Í umræðum undir færslunni kemur fram að hinir meintu árásarmenn voru Íslendingar.

DV hafði samband við manninn. Í fyrstu var hann til í viðtal en skipti um skoðun og kýs að tjá sig ekki að öðru leyti en því að hann segist vera mjög taugaóstyrkur vegna málsins. DV bauð honum þá að tjá sig nafnlaust um atvikið og sagðist hann kannski vera til í það síðar.

Eigandi símans kannast ekki við neitt en segir að vinir sínir hafi fengið símann lánaðan

Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu um atvikið og þess er ekki getið í dagbók lögreglunnar fyrir aðfaranótt laugardagsins en það er nóttin þegar atvikið átti sér stað.

DV prófaði að hringja í símanúmerið sem Pólverjinn gefur upp í færslunni. Ungur maður svaraði í símann. Hann kannaðist ekki við málið og kvaðst mjög undrandi yfir þessum upplýsingum. Hann sagðist hafa verið úti að skemmta sér á föstudagsnóttina og segir að tveir vinir sínir hafi fengið símann lánaðan vegna þess að þeirra símar voru batteríslausir. Því geti hann ekki útilokað að þeir hafi verið að verki en sjálfur þverneitar hann að hafa beitt skutlara ofbeldi eða tekið bíl traustataki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi