fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

93 prósent Íslendinga eru á Facebook

Auður Ösp
Föstudaginn 29. júní 2018 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nær öll íslenska þjóðin er á Facebook eða 93 prósent. Um tveir af hverjum þremur, eða 67 prósent, nota Snapchat  reglulega.

Þetta kom í ljós í könnun MMR á samfélagsmiðlanotkun landsmanna sem framkvæmd var dagana 16. til 22. maí 2018. YouTube (66%), Spotify (51%) og Instagram (45%) nutu einnig nokkurra vinsælda á meðal svarenda.

Ef litið er til könnunar MMR á notkun samfélagsmiðla frá maí 2016 má sjá nokkra aukningu á notkun samfélagsmiðla. Mest hefur aukningin verið á notkun Spotify en hún telur um 23 prósentustig yfir tveggja ára tímabil. Einnig má sjá aukningu á notkun Snapchat (15 prósentustig), Instagram (14 prósentustig), Google+ (6 prósentustig), Pinterest (6 prósentustig), YouTube (5 prósentustig) og LinkedIn (3 prósentustig). Marktækan mun var ekki að finna á notkun annarra samfélagsmiðla á milli ára.

Nokkurn mun var að sjá á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum. Konur voru líklegri heldur en karlar til að segjast nota Facebook (95%), Snapchat (73%) og Instagram (52%) en hærra hlutfall karla heldur en kvenna sagðist nota YouTube (71%) og Spotify (54%).

Notkun fimm vinsælustu samfélagsmiðlanna fór minnkandi með auknum aldri en þó var minnstan aldurstengdan mun að sjá í notkun á Facebook, þar sem 81% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) sögðust nota miðilinn reglulega. Lítinn mun var einnig að sjá á notkun Facebook eftir öðrum lýðfræðibreytum.

Nánar um niðurstöður könnunar MMR hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“