fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Konu heimilt að eignast barn með látnum unnusta sínum

Auður Ösp
Fimmtudaginn 28. júní 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur í Brisbane í Ástralíu úrskurðaði á dögunum að ungri konu væri heimilt að notast við sæði úr látnum unnusta sínum til að eignast barn.

Ayla Cresswell og unnusti hennar heitinn, Joshua Davies voru búin að vera í sambandi í þrjú ár og höfðu í hyggja að gifta sig og eignast börn. Það reyndist henni því mikið áfall þegar Joshua tók sitt eigið líf í ágúst 2016.

Ayla vildi engu að síður uppfylla drauminn um að eignast fjölskyldu og ákvað því að notast við fryst sæði úr látnum unnusta sínum og eignast þannig börn með aðstoð tæknifrjóvgunar. Fyrir dómi kvaðst hún ætla að ala barnið upp ein með aðstoð fjölskyldu unnusta síns heitins.

Samkvæmt úrskurði dómsins er Ayla heimilt að notast við sæði Joshua en það veltur þó á samþykki viðkomandi frjósemisstofu hvort tæknifrjóvgunin verði gerð eða ekki.

Í samtali við Ten Daily í Ástralíu segir Bill Potts, fulltrúi Lögmannafélagsins í Queensland að dómsúrskurðurinn sé að mörgu leyti sögurlegur og gæti reynst fordæmisgefandi í framtíðinni. Ýmsar siðferðislegar spurningar kunni þó að vakna,  til að mynda hvort að barnið verði löglegur erfingi föðursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atvinnurekandi kallar eftir meira réttlæti við veitingu ríkisborgararéttar – „Okkar fólk er ekki í blaðafyrirsögnum“

Atvinnurekandi kallar eftir meira réttlæti við veitingu ríkisborgararéttar – „Okkar fólk er ekki í blaðafyrirsögnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í kaffihús og sjóðsvélin skilin eftir á víðavangi

Brotist inn í kaffihús og sjóðsvélin skilin eftir á víðavangi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í