fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Jónas Sig á Lýsu: „Svona hátíð er nákvæmlega það sem við þurfum svo sárlega á að halda“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. júní 2018 22:50

Jónas Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jónas Sig mun stíga á stokk á laugardeginum á Lýsu – rokkhátíð samtalsins sem fram fer í Hofi á Akureyri 7. og 8. september. Jónas mun troða upp í hinum víðfræga báti, Húna, sem lagt verður við Hof en Jónas er velkunnugur bátnum eftir siglingu í kringum landið sem gerð var skil í sjónvarpsþáttunum Áhöfnin á Húna.

Í tilkynningu kemur fram að  Jónas muni taka lagið af sinni alkunnu snilld á meðan gestir og gangandi töfra fram súpu fyrir framan Hof úr afgangsmat sem annars hefði farið í ruslið í sannkallaðri Diskósúpu en viðburðurinn markar endalok hátíðarinnar.

Jónas segist spenntur að koma norður á Akureyri og taka þátt í Lýsu.

„Svona hátíð er nákvæmlega það sem við þurfum svo sárlega á að halda. Lýsa er vettvangur fyrir kraftmikið og hressilegt samtal um samfélagið sem við búum í þar sem öll sjónarhorn fá að njóta sín,“ segir tónlistarmaðurinn.

Lýsa – rokkhátíð samtalsins er nýtt nafn á Fundi fólksins sem fór fram í Hofi í fyrra en í Norræna húsinu í Reykjavík 2015 og 2016. Markmið Lýsu er að efla samtalið um samfélagið og hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálaflokka í von um að skapa meiri skilning og traust í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“