fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Illugi vill að KSÍ dragi HM-myndina til baka: „Höfundar þess arna ættu að skammast sín“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. júní 2018 11:19

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem Knattspyrnusamband Íslands notar sem kynningu fyrir karlalandsliðið sem er á leið á HM í Rússlandi vekur deilur á samfélagsmiðlum. Líkt og Vísir greindi frá í gær þá hafa margir sett spurningamerki við myndmálið sem þykir minna á nasisma. Illugi Jökulsson rithöfundur segir á Fésbók að myndin sé „ótrúlega hallærisleg“ jafnvel þegar litið sé fram hjá því að S-ið sem er notað sé hið sama og SS-sveitir nasista notuðu á sínum tíma.

„Ísland kemur á HM sem sá allra, allra minnsti bróðir sem þar hefur komist í dyrastafinn og svona „víkingagorgeir“ og svona ofbeldisfantasíur eru alveg langt fyrir neðan allar hellur. Órarnir um að „brenna Moskvu“ eru bara takk fyrir vandræðalegir og höfundar þess arna ættu að skammast sín,“ segir Illugi og bætir við að nýjustu DNA-rannsóknir sýni að við séum minna en 50% komin af víkingum fyrir utan að forfeður- og mæður Íslendinga séu aðallega veiðimenn og bændur, húsfreyjur, sjómenn, smalar, eldabuskur, iðnaðarmenn og þrælar.

KSÍ hefur notað myndina á Twitter, segir Illugi að taka ætti myndina úr umferð þegar í stað: „Ef KSÍ stendur fyrir þessum ósköpum, ætti að draga þetta þegar í stað til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið