fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Ákærður fyrir hatursorðræðu í garð Semu Erlu á kommentakerfi DV

Auður Ösp
Fimmtudaginn 24. maí 2018 10:41

Sema Erla Serdar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem skrifaði hatursfull ummæli við frétt DV.is en umrædd frétt sneri að Semu Erlu Serdar. Maðurinn skrifaði ummælin undir nafni eiginkonu sinnar sem í kjölfarið sætti töluverðu aðkasti á samfélagsmiðlum. Fréttablaðið greinir frá útgáfu ákærunnar í dag.

Umrædd frétt DV.is birtist á vefnum þann 3.júlí 2016 undir fyrirsögninni „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð.“ Var greint frá því að Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, hefði lagt  fram spurningu þess efnis á Facebok-síðu sinni hvort Útvarp Saga ali á fordómum og hatri hjá fólki. Sjálf var Sema sökuð um að tengjast herferð þar sem auglýsendur voru hvattir til að sniðganga Útvarp Sögu. Í samtali við DV sagist Sema Erla ekki koma nálægt herferðinni, þó hún fagni henni.

Maðurinn sem ákærður er skyldi eftir athugasemd í kommentakerfi, en undir nafni og starfsheiti eiginkonu sinnar. Maðurinn ritaði eftirfarandi:

  „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“

Fram kemur í ákæru að ummæli mannsins feli í sér „ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra.“

Lögreglan í Vestmannaeyjum átti frumkvæði að því að málið var rannsakað og endaði fyrir dómi. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag og er Sema Erla meðal þeirra sem bera vitni.

Sema Erla tjáði sig meðal annars um ummælin í samtali við DV í apríl á síðasta ári. Aðspurð um hvað væri það versta sem sagt hefði verið um hana svaraði hún:

„Verst af öllu þykir mér þegar fjölskyldu minni er blandað inn í hatrið gegn mér og skrifuð eru ummæli um foreldra mína. Það þykir mér vera mesta lágkúra sem til er. Annars koma ummæli eins og „vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina