fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fókus

Alexandra þróaði með sér alvarlegan kvíða í kjölfar eineltis: Atvik í Kanada breytti öllu

Auður Ösp
Miðvikudaginn 9. maí 2018 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stundum þegar ég var að keyra þá fór hugurinn af stað og ég fér að hugsa um að mig langaði greinlega að keyra út af,“ segir Alexandra Sif Herleifsdóttir íþróttafræðingur en hún varð fyrir andlegu og líkamlegu einelti í grunnskóla og fór í kjölfarið að þróa með sér mikinn og alvarlegan kvíða.

Eftir því sem árin liðu fór líðan hennar stöðugt versnandi og braust meðal annars út í sjálfsvígshugsunum. Ákveðið atvik varð hins vegar til þess að hún sneri lífi sínu við og ákvað hún í kjölfarið að deila reynslu sinni.

Alexandra segir sögu sína í meðfylgjandi myndbandi í tengslum við nýja herferð forvarnarverkefnisins Útmeða sem hrundið var af stað á dögunum.

Geðhjálp og Hjálparsími Rauða krossins 1717 standa sameiginlega að Útmeð’a en markmið verkefnisins er að stuðla að bættri geðheilsu meðal almennings með því að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf að halda. Verkefnið er brýnt, m.a. með hliðsjón af því að á bilinu 500 til 600 manns leita sér aðstoðar á heilsugæslustöðvum og í sjúkrahúsum á Íslandi vegna sjálfskaða í kjölfar vanlíðanar á hverju ári. Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi.

Eineltið hófst úti á landi

Alexandra ólst upp í Breiðholti og var að eigin sögn lífsglöð sem barn. Þegar hún var tíu ára gömul fluttist fjölskyldan í lítið bæjarfélag út á landi og þar hófst eineltið.

„Mér fór að verða mikið illt í maganum, sem var einkenni af kvíða, og hann hvarf síðan þessa fáu daga þegar ég fékk að vera heima. Þegar ég var 11 ára var kvíðinn farinn að vera mikið verri. Ég var farin að fá skilaboð og símhringingar og það voru búnir til netaðgangar á allskonar síðum þar sem eina markmiðið var að hlæja að mér.

Ég fer þá í fyrsta skipti að upplifa slæmar hugsanir, og langaði að skaða sjálfa mig, sem ég læt þó ekki verða af.“

Alexandra flutti aftur í bæinn ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var 13 ára gömul og var það mikill léttir. Það var síðan nokkrum árum seinna, þegar hún var komin í háskólanám og undir miklu álagi, að kvíðinn lét aftur á sér kræla. Líðan hennar fór stöðugt versnandi og sjálfsvígshugsanir byrjuðu að leita á hana.

Ég fór að fá mikið af kvíðaköstum. Það er sérstaklega eitt skipti sem ég man eftir. Ég vaknaði upp um miðja nótt og var alveg staðráðin í að ég væri að deyja. Ég keyri heim til mömmu og pabba og sest á rúmstokkinn hjá mömmu, hágrátandi og kem ekki upp orði. Ég sofna síðan á sófanum hjá þeim, gjörsamlega búin á því.

Það tók mig tvær  vikur að jafna mig eftir þetta kvíðakast.

Kvíðinn og þunglyndið „fylgdu“ með til Kanada

Alexandra flutti síðar til kærasta síns í Kanada en kvíðinn og þunglyndið „fylgdu“ henni út eins og hún orðar það og eyddi hún heilu dögunum uppi í rúmi, þjökuð af vanlíðan. Sjálfsvígshugsanirnar héldu áfram að leita á hana. Parið ákvað síðan að flytja aftur til Íslands.

„Þegar við erum pakka niður í íbúðinni í Kanada þá upplifum við það að einstaklingur í blokkinni hoppar niður af tíundu hæð og tekur sitt eigið líf. Þetta var rosalega mikið sjokk. Í kjölfarið á þessu ákvað ég að tala opinberlega um mína líðan og mínar hugsanir,“ segir Alexandra en hún notaði samfélagsmiðilinn Snapchat í þeim tilgangi. Alexandra snappar undir nafninu lexaheilsa. Hún kveðst vera á góðum stað í dag og heldur markviss áfram að vinna í sjálfri sér. DV ræddi einnig við Alexöndru í október síðastliðnum en þá hafði hún heitið því að hún myndi raka af sér allt hárið ef henni tækist að safna 300 þúsund krónum fyrir Útmeða. Hún náði markmiðinu og í kjölfarið fengu lokkarnir að fjúka.

„Það kom mér ótrúlega á óvart hversu margir voru að glíma við nákvæmlega sömu hugsanir og ég.“

Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á heimasíðu Útmeða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza