fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Smári líkir málinu við Jimmy Savile og uppsker reiði: „Níðingur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíst Smára McCarthy, þingmanns Pírata, á ensku, hefur vakið nokkra athygli en þar líkir hann þeirri atburðarás sem orðið hefur í stjórnmálunum hér undanfarna daga við mál hins þekkta breska barnaníðings, Jimmy Savile. Líking Smára vekur svo mikla reiði sumra sjálfstæðismanna að þeir kalla Smára „níðing á þingi“.

Jimmy Savile var þekktur og vinsæll sjónvarpsmaður á Bretlandi á árunum 1960 til 1990. Eftir dauða hans kom í ljós að hann hafði fjölda barna og unglinga kynferðislega og nýtt til þess aðstöðu sína sem frægur og vinsæll sjóvnarpsmaður. Savile átti í kunningsskap við marga áhrifamenn sem síðar hafa reynt að sverja af sé tengsl við hann.

Færsla Smára McCarthy á ensku er svohljóðandi:

„Iceland’s Jimmy Savile case: our PM, who was in the Panama Papers, has hid for two months his father’s support for a pedophile’s clemency.
8:02 PM – Sep 14, 2017“

Þetta útleggst á íslensku:

Íslenska Jimmy Savile málið. Forsætisráðherrann, sem var í Panama-skjölunum, hefur í tvo mánuði falið stuðning föður síns við miskunn yfir barnaníðingi.

Jimmy Savile
Jimmy Savile

Páll Bragi Kristjónsson, fyrrverandi bókaútgefandi og athafnamaður, skrifar um þetta á Facebook:

„ÓGEÐSLEGT. Þessi svívirðilega samlíking vekur athygli erlendra fjölmiðla í umfjöllun vegna pólitískrar upplausnar á Íslandi.

NÍÐINGUR á Alþingi.“

Tíst Smára vekur ekki bara athygli Sjálfstæðismanna því Bubbi Morthens skrifar: „Þetta er ömurlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“