fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

„Mamma, þú þarft ekki að sækja mig í sund ég hitti Guðna forseta“

Sölvi Reyr og Tristan Marri deyja ekki ráðalausir

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 10. apríl 2017 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir drengir, Sölvi Reyr Magnússon og Tristan Marri Elmarsson, sönnuðu svo um munar að þeir deyja ekki ráðalausir. Vinirnir skelltu sér í sund í Laugardalslauginni á meðan móðir Tristans, Rakel Ósk Þórhallsdóttir, var að hjálpa systur sinni að flytja. Hún varð aðeins of sein að sækja drengina og þá gerðu þeir sér lítið fyrir og húkkuðu sér far heim á sjálfum forsetabílnum.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði verið að afhenda verðlaun í sundmóti og var því staddur fyrir utan laugina. Tristan Marri gekk því upp að honum og bað um far sem forsetinn alþýðlegi tók vel í.

„Hann sonur minn Tristan Marri er ALGJÖRLEGA ófeiminn og mjög ræðinn drengur. Hann hringdi í mig fyrir korteri síðan og sagði: Mamma, þú þarft ekki að sækja mig í sund ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systir þinni að flytja og hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim. Svo mamma þú þarft ekki að sækja mig ég kem á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ segir Rakel Ósk í óborganlegri færslu á Facebook-síðu sinni.

Eðli málsins samkvæmt hélt Rakel að sonurinn væri að grínast en svo reyndist ekki vera. Skömmu síðar komu þeir Tristan og Sölvi heim að Sogavegi í bíl forsetans og voru foreldrarnir alveg dolfallnir.

Hægt er að sjá stutt myndband hér neðar í fréttinni þar sem vinirnir spjalla við Guðna forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“