fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Eiríkur Fannar gefur líffæri sín: Lögreglan segir ekkert hafa farið úrskeiðis við vistunina

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. mars 2017 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Fannar Traustason, fanginn sem úrskurðaður var látinn í gær, eftir að hafa fundist meðvitundarlaus í fangaklefa sínum á laugardag, gengst nú undir viðamikla skurðaðgerð þar sem líffæri hans eru fjarlægð. Þetta staðfestir bróðir mannsins í samtali við DV. Til stendur að gefa líffærin til fólks sem á líffærum þarf að halda.

Eiríkur Fannar fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í laugardag og var fluttur, þungt haldinn, á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan úrskurðaður látinn í gær.

Guðmund Gíslason, forstöðumann fangelsisins á Akureyri, rekur ekki minni til að fangar í vistun í fangelsinu hafi áður svipt sig lífi. Hann vísar á lögregluna á Akureyri, sem fer með rannsókn málsins.

Sjálfsvíg

Gunnar Jóhannsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi, segir í samtali við DV að andlátið sé rannsakað eins og hvert annað dauðsfall. Enginn grunur sé um refisverða háttsemi. Spurður hvort litið sé svo á að eitthvað hafi farið úrskeiðis við vistunina segir Gunnar að svo sé ekki. „Þarna á sér stað sjálfsvíg.“

Gunnar segir að Eiríkur Fannar hafi verið í afpláununarfangelsi. Í því felist að hann hafi haft, eins og aðrir fangar, aðgang að eldhúsi, stofu og öðrum vistarverum, auk þess sem hann hafði aðgang að sér baðherbergi. Hann segir þó að atvikið hafi átt sér stað í fangaklefanum sjálfum. „Rannsóknin er langt komin og gengur bara vel.“

Sameiginlegur líffærabanki

Íslendingar hafa verið meðlimir í sameiginlegum líffærabanka Norðurlanda, Scandiatransplant, frá árinu 1991. Það ár voru sett lög sem skilgreindu heiladauða og heimiluðu brottnám líffæra úr látnum til ígræðslu. Teymi frá Svíþjóð kemur til landsins þegar fjarlægja þarf líffæri, og framkvæmir aðgerðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin