fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Hefur þú séð þennan bíl? Auglýsti bílinn til sölu en fólkið sem kom að skoða stal honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2016 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þau báðu um að fá að skjótast á bílnum upp í Grafarholt og sögðust koma eftir korter. Ég hef ekki séð bílinn síðan og þau svara ekki í síma. Ég er búinn að tilkynna þetta til lögreglu. Mér skilst að þetta sé ógæfufólk sem stundi þetta, að þykjast skoða bíla sem eru til sölu og stela þeim. Ástæðan er sú að þau eru heimilislaus og vantar næturstað.“

Þetta segir Nicolai Þorsteinsson en hann auglýsti nýlega bíl til sölu á bland.is, svartan og gráan Ford Escape árgerð 2006, bílnúmer FO 567. Sjá einnig myndir af bílnum með fréttinni.

Par eitt hringdi í Nicolai og vildi fá að skoða og prufukeyra bílinn.

„Ég fór bara með þeim og við keyrðum dálítinn spöl hérna í Seljahverfinu. Síðan spyr maðurinn hvort hann megi skjótast sem snöggvast á bílnum upp í Grafarholt. Hann verði bara í korter. Ég varð við því.“

Nicolai fékk hins vegar fljótt bakþanka og hringdi í manninn, en hann var bæði með símanúmer fólksins og var búinn að sjá skilríki konunnar:

„En hann segir bara að þau séu alveg að verða kominn og hann skili bílnum rétt bráðum. En bílinn hef ég ekki séð síðan og þau svara ekki í símann.“

Kæru lesendur. Vinsamlega hafið vakandi auga fyrir þessum bíl. Líklegt er að fólkið láti fyrirberast í honum um nætur. Hver sá sem hefur ábendingar um hvar bíllinn gæti verið niðurkominn er beðinn um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, eða leggja inn skilaboð á Facebook-síðu, lögreglunnar eða nýta ábendingaform á heimasíðu lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“