fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Áslaug Arna spáir endalokum samstarfs ríkisstjórnarflokkanna

„Stjórnarsamstarfinu verður ekki haldið áfram eftir 15 mánuði nema verulegar breytingar verði á fylgi stjórnarflokkanna“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins segir að endastöðin sé í augsýn í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þá segist hún jafnramt vonast til þess að næst þegar Sjálfstæðisflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn verði það með frjálslyndari samstarfsaðila.

Eyjan greindi frá þessu fyrr í kvöld Segir Áslaug Arna að um sé að ræða sitthvorn flokkinn og stangist stefna þeirra á í ýmsu. Á meðan Sjálfstæðisflokkinn sé í grunninn frjálslyndur flokkur sé Framsóknarflokkinn hins vegar gjarnan stjórnlyndur. Sem dæmi nefnir hún að ekki hafi verið samstaða á milli flokkanna þegar afnám toll á kartöflusnakki kom til umræðu á Alþingi fyrir jól. „Enda stendur Sjálfstæðisflokkurinn fyrir afnámi tolla, ásamt afnámi vörugjalda og lækkun skatta. Framsókn aftur á móti ekki.“

Þá segir hún að verði ekki haldið áfram eftir 15 mánuði nema verulegar breytingar verði á fylgi stjórnarflokkanna. „Ég vona að næst þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn þá verði það með frjálslyndum samstarfsaðila þannig að ágreiningurinn verði um hve hratt eigi að ganga frelsisveginn, ekki hvort.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn