fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ný ábending „frá traustum aðila“ í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurupptökunefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála mun ekki birta niðurstöðu sína um hugsanlega endurupptöku málsins fyrr en á næsta ári. Til stóð að nefndin myndi skila niðurstöðunni í þessum mánuði.

Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Ástæðan er sú að ábending barst „frá mjög traustum“ aðila í síðustu viku sem nefndin til nauðsynlegt að verði rannsökuð. Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar, segir við Mbl.is að óskað hafi verið eftir því að sá sem kom ábendingunni á framfæri gefi skýrslu hjá lögreglu og ábendingin verði rannsökuð frekar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um þessa ábendingu eða hvers eðlis hún var.

Björn segist vona að rannsókn lögreglu taki ekki lengri tíma en nokkrar vikur. Segir hann að sá sem kom með ábendinguna sé einstaklingur sem hann hefur traust á að fari ekki með fleipur. Björn segir að málið sem nú er komið upp tengist ekki handtökum tveggja manna í sumar vegna morðsins á Guðmundi Einarssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin