Adolf: Lífið er ekki sanngjarnt

Uppgjör Adolfs Inga - Sigraði RÚV fyrir dómstólum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Adolf Ingi Erlingsson er flestum kunnur fyrir störf hans sem íþróttafréttamaður og var þekktur fyrir líflegar lýsingar og ýmis frumleg uppátæki í leik og starfi. Í huga flestra var Adolf alltaf brosandi, alltaf hress og alltaf til í fíflagang og grín. Síðustu ár í lífi Adolfs hafa hins vegar ekki verið neitt grín. Sigurvin Ólafsson bauð Adolf í kaffisopa og rakti úr honum garnirnar.

Þegar ég sæki Adolf er hann nýkominn í borgina eftir hringferð um landið. Hann stoppar þó stutt við því degi síðar heldur hann af stað í aðra þriggja daga ferð, en Adolf starfar sem leiðsögumaður hjá Arctic Adventures. Við sammælumst um að ég bjóði honum í kaffi og við keyrum af stað. Adolf er brúnn og sællegur, enda mikið úti í náttúrunni, með sólgleraugu og í bol merktum hljómsveitinni Ham. Á leiðinni fær hann símtal og ég heyri að viðmælandinn óskar Adolf til hamingju með sigurinn í dómsmáli hans gegn Ríkisútvarpinu á dögunum. Væntanlega er það eitt símtal af mörgum síðustu daga. Aðalástæða þess að DV leitaði eftir viðtali við Adolf er einmitt niðurstaða umrædds dómsmáls, þar sem RÚV var dæmt til að greiða honum skaða- og miskabætur fyrir einelti og ólögmæta uppsögn. Við Adolf ræðum þó margt annað enda hefur ýmislegt fleira gengið á í hans lífi síðustu árin.

Maður má ekki taka sig of alvarlega

Við komum okkur fyrir í eldhúsi í Vesturbænum með kaffi og köku. Adolf afþakkar reyndar kaffið, segist aldrei hafa drukkið kaffi. Ég byrja á að rifja upp með honum stórskemmtilegt viðtal sem DV tók við hann í upphafi árs 2013. Í því viðtali deildi Adolf þeirri lífsreglu með lesendum að maður skuli aldrei hafa móral yfir neinu, þó að maður geri sig að fífli. „Já, ég hef svo oft gert mig að fífli að ef ég ætlaði að hafa móral myndi ég ekki láta sjá mig úti á götum,“ segir Adolf hlæjandi. „Maður má ekki taka sig of alvarlega.“

Þegar umrætt viðtal var tekið var Adolf ennþá íþróttafréttamaður hjá RÚV en tæpu ári síðar var honum sagt upp störfum. Í viðtalinu árið 2013 mátti þó greina að ekki var allt með felldu því þar kom fram að hann saknaði þess að lýsa leikjum íslenska landsliðsins í handbolta, hafði þá ekki lýst nema einum leik í þrjú ár. Á sama tíma var hann einn þekktasti og reynslumesti íþróttalýsandi landsins. Hvað var hann þá látinn sýsla við hjá RÚV? „Það er ágæt spurning. Ég hef nú orðað það þannig að mér hafi verið ýtt út í horn. Svona jaðarsettur. Tekinn úr verkefnum eins og lýsingum á stórmótum og þess háttar. Ég var tekinn af sjónvarpsvöktum og settur í að skrifa fréttir á vefinn.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.