fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Samantha Cameron hannar eigin fatalínu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi forsætisráðherrafrú Breta, Samantha Cameron, situr ekki auðum höndum. Hún hefur snúið sér að fatahönnun og naut þar ráðgjafar einnar valdamestu konu í tískuheiminum Önnu Wintour, ritstjóra hins bandaríska Vogue. Samantha segir að föt sín séu þægileg og ætluð venjulegum konum. Fötin eru seld undir vörumerkinu Cefinn, en orðið er samsett úr nöfnum barna hennar. Börn hennar og Davids Cameron voru fjögur en sonur þeirra Ivan, sem var heilalamaður og flogaveikur, lést sex ára gamall árið 2009.

Um hin nýja feril sem fatahönnuður segir Samantha: „Ég vil ekki þurfa að líta til baka og hugsa: Þetta er það sem þig langaði alltaf til að gera en gerðir ekki.“ Hún hefur mikinn áhuga á tísku og hefur oft ratað á lista yfir best klæddu konur Bretlands. Eiginmaður hennar er sagður vera að rita endurminningar sínar en sinnir einnig barnauppeldi í mun meira mæli en áður, nú þegar kona hans hefur fundið sér nýjan starfsferil. Börnin þrjú eru á aldrinum sex til þrettán ára og eru að sögn Samönthu alsæl með að sjá meira af pabba sínum en á forsætisráðherraárum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta