fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Öldruð móðir flytur á hjúkrunarheimili til þess að sinna syni sínum

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 31. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níutíu og átta ára gömul kona flutti á hjúkrunarheimili til þess að sinna áttræðum syni sínum vegna þess að henni þótti hann þurfa meiri umönnun og stuðning.

Ada Keating ákvað að flytja á hjúkrunarheimilið Moss View care í Liverpool þar sem sonur hennar, Tom, hefur dvalið frá árinu 2016. Tom er ókvæntur og hafa mæðginin því eytt miklum tíma saman í gegnum ævina.

„Ég fer og segi góða nótt við hann á hverjum degi og mæti svo á morgnana til þess að bjóða honum góðan daginn og segi honum að ég komi niður í morgunmatinn. Maður hættir aldrei að vera mamma,“ segir Ada í viðtali við Metro.

Tom er ánægður með þjónustuna sem hann fær á heimilinu og er sérstaklega glaður nú þegar hann getur séð mömmu sína á hverjum degi.

„Hún hugsar mjög vel um mig. Stundum segir hún mér að haga mér vel,“ segir Tom.

Aðstandendur mæðginanna eru mjög ánægð að þau séu saman á hjúkrunarheimilinu.

„Það er ekki hægt að slíta þau í sundur og það er mjög mikil ró fyrir okkur að vita að hugsað sé um þau allan sólarhringinn,“ segir Debi, barnabarn Ada.

Philip Daniels, framkvæmdarstjóri hjúkrunarheimilisins, segir að það sé mjög hjartnæmt að sjá hversu náin Tom og Ada eru.

„Það er mjög óalgengt að móðir og barn séu saman á hjúkrunarheimili og við viljum gera tíma þeirra hér saman eins einstakan og hægt er, samband þeirra er órjúfanlegt,“ segir Philip.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta