fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Með stærsta getnaðarlim heims en neitar að fara í aðgerð

Hefur teygt hann og togað frá unlingsaldri – Getur hugsað sér að fara í klám

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. janúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkóinn Roberto Esquivel Cabrera vill ekki láta minnka á sér getnaðarliminn. Honum bauðst að fara í aðgerð til að láta minnka á sér liminn en hann er rétt liðlega hálfur metri á lengd. Hann segist frekar vilja frægð en kynlíf.

Roberto er 54 ára gamall og limur hans mælist 48 sentímetrar að lengd. Hann varð frægur árið 2015 þegar myndband af honum að veifa vininum komst í hámæli. Fram að því var talið að bandaríski leikarinn Jonah Falcon, sem hefur lim sem mælst hefur rúmir 34 sentímetrar í fullri reisn, væri með þann stærsta í heimi.

Mirror segir frá þessu. Þar er vitnað í viðtal á Barcroft TV þar sem rætt er við Roberto. „Ég er frægur fyrir að vera með stærsta tittling í heimi. Ég er ánægður með liminn á mér og veit að enginn hefur jafn stóran. Ég vildi að ég fengi hann skráðan í Heimsmetabók Guinness en þeir vilja það ekki.”

Rætt er við lækninn Jesus David Salzar Gonzalez sem hefur ráðlagt Roberto að fara í minnkun. „Það væri best fyrir þig að fara í aðgerð svo hann sé eðlilegur í laginu og meiði þig ekki. Þá gætirðu stundað kynlíf með það fyrir augum að eignast börn.”

Roberto vefur á sér vininn, sem má illa við hnjaski.
Vel hanginn Roberto vefur á sér vininn, sem má illa við hnjaski.

Mynd: Barcroft Media

Læknar hafa greint frá því að Roberto hafi togað í vininn frá því á unglingsárunum og notað til þess lóð. Þannig hafi hann orðið svona langur. Jesus segir að hann hafi alla tíð verið heltekinn af lengdinni og hafi vafið á sér liminn auk þess að hengja í hann lóð. Hann hafi glímt við ýmiskonar heilsufarsvandamál limsins vegna. Hann fær reglulega þvagfærasýkingar og getur ekki sofið á maganum. Limurinn þarf sinn eigin kodda, svo vel fari um hann en hann hefur hann vafinn öllum stundum – til að forða honum frá hnjaski.

Roberto hefur í tvígang reynt að hafa samræði við konur en hann er víst of þykkur til að það fari vel.
Ástandið hefur haldið honum frá vinnu; hann getur ekki kropið eða verið í einkennisfatnaði. Hann getur heldur ekki hlaupið og vegna alls þessa er hann atvinnulaus. Ríkið hefur nú fallist á að veita honum örorkubætur. Það hefur ekki nægt honum til framfærslu svo hann hefur reitt sig á hjálparsamtök hvað matargjafir varðar.

Roberto er þó ekki af baki dottinn. Hann vill flytja til Bandaríkjanna. „Ég er ekki leiður því í Bandaríkjunum eru margar konur. Ég er viss um að ein þeirra er passleg fyrir mig.“ Hann getur að sögn hugsað sér að fara í klámiðnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta