fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Jamie Oliver fékk morðhótanir útaf chorizo-pylsu

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 3. desember 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver fékk nýlega morðhótanir í kjölfar þess að hann breytti uppskriftinni að einum þekktasta rétt Spánverja. Ódæðið framdi Jamie á tímum þar sem að pólitískur órói og óeining ríkir á Spáni en með athæfinu þá sameinaði hann loks alla Spánverja – í hatri á sér.

Hið ófyrirgefanlega atvik snerist um að Jamie bætti chorizo-pylsu við paellu-rétt og birti uppskriftina á Instagram-síðu sinni þann 4.október síðastliðinn. Paella er réttur sem kemur frá Valencia-héraði Spánar og inniheldur yfirleitt kjöt, fisk og grænmeti. Chorizo-pylsur eru hinsvegar greinilega ekki í náðinni. „Þetta er móðgun, ekki bara við spænska eldhúsið heldur menningu okkar í heild,“ sagði einn spænskur Twitternotandi, fullur af heilagri heift. Annar sagði: „Taktu Chorizo-pylsuna í burtu, við semjum ekki við hryðjuverkamenn. Þetta er fyrsta aðvörun“

Jamie Oliver var gestur í spjallþætti Graham Norton í vikunni þar sem að hann rifjaði upp reiðiölduna. „Spánverjarnir tóku mig miðaldartökum“, sagði kokkurinn í þættinum. Stjórnandi þáttarins las síðan fjölmörg af þeim skeytum sem bárust Jamie og voru þau mörg hver frekar óvægin. Aðrir gestir þáttarins, leikararnir Jennifer Lawrence og Chris Pratt, höfðu gaman að uppátækinu en Jamie virtist líða hálfilla yfir öllu saman. Hann ögraði þó spænsku þjóðinni með því að ítreka þá skoðun sína að paella bragðist betur með chorizo-pylsu.

Eins og DV greindi frá fyrr í vikunni þá ráðgerir Jamie Oliver að opna veitingastað á Íslandi á næsta ári. Staðurinn verður hluti af hinni vinsælu veitingahúsakeðju Olivers sem ber nafnið „ Jamie´s Italian“ og mun opna á Hótel Borg í Apríl/Maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Það verður spennandi að sjá hvort að kokkurinn frægi muni gera atlögu að íslenskum þjóðarréttum og hvort að Íslendingar verði umburðarlyndari en blóðheitir Spánverjarnir.

Hér má sjá atriðið í þætti Graham Norton:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=FpGY5NMlU3U&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta