fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Heimsbyggðin syrgir George Michael

Margir minnast þessa stórkostlega tónlistarmanns á Twitter

Kristín Clausen
Mánudaginn 26. desember 2016 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann var góðhjartaður, með fallega sál og stórkostlegur listamaður,“ segir stórsöngvarinn Elton John um kollega sinn, George Michael, sem lést á heimili sínu á jóladag. Þúsundir hafa vottað stjörnunni virðingu sína við heimili hans í Oxford á Englandi.

Óvænt andlát

Þá hafa aðdáendur hans, um allan heim, dustað rykið af gömlum plötum, rifjað upp margskonar minningar er tengjast tónlist þessa merka manns sem kvaddi heiminn aðeins 53 ára gamall.

Talsmaður George Michael, Michael Lippman, sagði í morgun að dánarorsök hans hafi verið hjartabilun. Lögreglan hefur jafnframt staðfest að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.

Kærasti George, Fadi Fawas, greindi frá því á Twitter í kvöld að hann hafi fundið lík hans í rúminu þeirra að morgni jóladags.

//platform.twitter.com/widgets.js

Að sögn BBC voru sjúkraliðar kallaðir að heimili söngvarans klukkan 13.42 í gær. George sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Wham! og gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, Faith, árið 1987.

Á ferli sínum seldi hann 100 milljón plötur, kom 11 lögum í efsta sæti breska vinsældalistans og átta lögum á topp Billboard-listans. Þar á meðal lögunum Faith, Careless Whisper, Outside og Freedom!’90.

Árið 2008 var George útnefndur einn af áhrifamestu tónlistarmönnum sögunnar í umfjöllun Billboard-tímaritsins.

Margir minnast George Michael

Andrew Ridgeley, sem skipaði hljómsveitina Wham ásamt George sagði á Twitter að hann væri harmi sleginn yfir andláti vinar síns.

Bryan Adams sagði á sama vettvangi að hann ætti erfitt með að trúa því að George Michael sé látinn. Hann hafi verið ótrúlegur söngvari og dásamleg manneskja.

George Michael hafði mikil áhrif á tilveru aðdáenda sinna í gegnum tónlistina
Falleg skilaboð George Michael hafði mikil áhrif á tilveru aðdáenda sinna í gegnum tónlistina

Uppistandarinn og spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres kveðst miður sín yfir fráfalli vinar síns, George Michael. Hann hafi verið mjög hæfileikaríkur og góð manneskja.

Þá hafa Robbie Willams, Simply Red, Boy George og Holly Johnson vottað aðstandendum og aðdáendum hans samúð sína á opinberum vettvangi.

Twitter syrgir George Michael

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta