fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fókus

TÍMAVÉLIN: Seinfeld fór á strippstaðinn Óðal

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 19:00

Í maí árið 1997 kom bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld í heimsókn til Íslands ásamt lífverði sínum. Á þeim tíma voru komur frægra til Íslands ekki jafn tíðar og nú og því mikið fjallað um heimsóknina í fjölmiðlum.

Seinfeld fór í Bláa lónið og snæddi þar heitreyktan silung og heilagfisk ásamt lífverðinum. Síðan var haldið út á lífið á skemmtistaðina Óðal og Astró. „Það var gaman í gærkvöldi,“ sagði grínistinn í samtali við DV 20. maí. „Ég er með vini mínum hér og ætla að dvelja í nokkra daga.“

Heimsókn Seinfeld var fyrirvaralaus og kom svo flatt upp á landann að fæstir sem hittu hann gerðu sér strax grein fyrir því að þeir stæðu frammi fyrir einni stærstu sjónvarpsstjörnu samtímans. „Þegar þeir komu hingað afgreiddi ég hann án þess að líta upp,“ sagði Ásta Einarsdóttir í Bláa lóninu.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Ragga nagli – „Líkamslögun þín hefur ekki áhrif á börnin þín“

Ragga nagli – „Líkamslögun þín hefur ekki áhrif á börnin þín“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Vísindamenn gleyptu Lego hausa til að sjá hvað þeir væru lengi að skila sér

Vísindamenn gleyptu Lego hausa til að sjá hvað þeir væru lengi að skila sér
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Emmsjé Gauti hannar strigaskó í samstarfi við Helga – „Ég vil ekki myrða neinn“

Emmsjé Gauti hannar strigaskó í samstarfi við Helga – „Ég vil ekki myrða neinn“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fylgstu með Löggutísti – Innsýn í störf lögreglunnar í sólarhring

Fylgstu með Löggutísti – Innsýn í störf lögreglunnar í sólarhring
Fókus
Í gær

Monki opnar í Smáralind í vor

Monki opnar í Smáralind í vor
Fókus
Í gær

Inga Björk gefur út Róm

Inga Björk gefur út Róm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Gefðu góða samverustund til þeirra sem standa þér næst

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Gefðu góða samverustund til þeirra sem standa þér næst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn og stuðningsfólk Flokk fólksins líklegast til að eiga gæludýr

Karlmenn og stuðningsfólk Flokk fólksins líklegast til að eiga gæludýr