fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Dyraverðir á Broadway vopnaðir handjárnum árið 1984

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 30. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember árið 1984 greindi DV frá því að dyraverðir á skemmtistaðnum Broadway væru með handjárn á sér til að yfirbuga ofurölvi menn með dólgslæti.

Guðmundur Gunnlaugsson, aðstoðaryfirdyravörður staðarins, sagði þetta þó langt í frá einsdæmi í samtali við DV.

Á reykvískum skemmtistöðum væru sennilega um tuttugu handjárn í notkun og lögreglan vissi af þeim þar sem hún væri vön að skella sínum handjárnum fyrir ofan eða neðan.

Annað ráð dyravarðanna væri að líma saman þumalfingur ólátaseggja með óslítandi límbandi.

„Við megum ekki taka menn hálstaki og alls ekki snúa upp á hendurnar á þeim. Hvað er ætlast til að við gerum þegar menn í vígahug ganga berserksgang fyrir framan augun á okkur?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta