fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Verslunarmannahelgin: Hvað er í boði og hvar?

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um verslunarmannahelgina er sjaldan upplagt að gera ekki neitt, hvort sem þá sé um að ræða með vinafólki eða fjölskyldufólkinu. Hér má finna yfirlit af þeim brotum sem eru í boði og má því fullyrða að sé eitthvað í boði fyrir alla.

 

Þjóðhátíð í Eyjum

Hvar: Herjólfsdalur í Heimaey

Vinsælasta útihátíð helgarinnar enda eina hátíðin sem hefur þann sið að á hverju ári er samið sérstakt þemalag í tilefni hennar. Fastir liðir eins og brenna á Fjósakletti, flugeldasýning og brekkusöngur eru alltaf áreiðanlegir og er stemning bæði heimafólks og utanaðkomandi í mikilli sérstöðu.

 

Íslensku sumarleikarnir

Hvar: Akureyri

Und­an­fari sum­ar­leik­anna er fjöl­skyldu­hátíðin Ein með öllu en helsta breyt­ing­in á hátíðinni er sú að auk­in áhersla hefur verið lögð á viðburði tengda hreyf­ingu. Margt annað er í boði fyrir alla aldurshópa. Þar má nefna íþróttaviðburði, tívolí, hoppukastala og að sjálfsögðu tónleika. Ein með öllu fyrir norðan er ávísun á góðar stundir.

 

Mýrarboltinn 

Hvar: Bolungarvík

Mýrarboltinn á Bolungarvík var fyrst haldinn árið 2004 og hefur verið árlegur viðburður þar í bæ síðastliðin ár. Hin árlegu sveitaböll hátíðinnar mun ekki láta sig vanta þetta árið og mæta þeir Jói P og Króli til að stuða upp félagsheimilinu í Bolungarvík.

 

Neistaflug

Hvar: Neskaupstaður

Fjölskylduhátíðin Neistaflug hefur verið haldin árlega síðan 1993 í Neskaupstað. Það er tónlistarklúbburinn Brjánn sem sér um herlegheitin ár hvert og fylgir sífellt pökkuð dagskrá ár hvert sem ætti ekki að svíkja neinn sem sækir hátíðina.

 

Norðanpaunk

Hvar: Laugarbakka Vestur-Húnavatnssýslu

Hátíðin Norðanpaunk er haldin í fimmta sinn þetta árið og koma þar ýmsar hljómsveitir saman til að spila frumsamið efni af öllum gerðum. Sumar sveitanna spila synthapopp meðan aðrar leika svartmálm en pönkið má alltaf finna í anarkískum áherslum í skipulagi.

 

Unglingalandsmót UMFÍ

Hvar: Þorlákshöfn

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1992 og var hið fyrsta haldið á Dalvík. Mótin hafa vaxið ár hvert en þétt dagskrá er alla mótsdagana og skemmtun á kvöldin þar sem aragrúi af þekktu tónlistarfólki kemur fram. Boðið er upp á 22 keppnisgreinar fyrir 11–18 ára börn og ungmenni og er ekki skilyrði að vera í ungmenna- eða íþróttafélagi.

 

Síldarævintýri á Siglufirði

Hvar: Siglufjörður

Hátíðin er fyrir löngu búin að festa sig í sessi sem stórkostleg fjölskylduhátíð þar sem jafnt ungir sem aldnir og allir þar á milli skemmta sér og öðrum í frábæru umhverfi. Meðal þess sem Siglufjörður býður upp á eru frábærar gönguleiðir, stuttar og langar, t.d. Hvanneyrarskál, Skógræktin, Hólsdalur, Siglunes, Héðinsfjörður o.fl. Góður 9 holu golfvöllur er einnig á svæðinu ásamt sundlaug og líkamsræktarstöð að ógleymdu einu stórfenglegasta safni Evrópu, Síldarminjasafninu.

 

Sæludagar KFUK og KFUM

Hvar: Vatnaskógur

Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir þessari vímulausu fjölskylduhátíð. Ár hvert er dagskrá hátíðarinnar í anda sumarbúðastarfs félaganna og höfðar til flestra aldurshópa.

 

Innipúkinn

Hvar: Miðbær Reykjavíkur

Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“