fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin í annað sinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti síðasta sumar og fer þessi óvenjulega útihátíð fram í annað sinn helgina 13.-15. júlí.

Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur verið starfræktur fjögur sumur, síðan 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem þau læra um náttúruna með því að sjá, snerta og upplifa.

Náttúrubarnaskóli-leikir

Náttúrubarnaskólinn er starfræktur innan vébanda Sauðfjársetursins í Sævangi rétt sunnan við Hólmavík, og þar verður hátíðin haldin. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur hefur starfsheitið yfirnáttúrubarn og sér um skipulagningu hátíðarinnar. „Undirbúningurinn gengur mjög vel, þetta er allt að smella saman og við erum mjög spennt,“ segir Dagrún Ósk. „Helsta markmið hátíðarinnar er að auka þekkingu á náttúrunni og sýna hvað allir hlutir í kringum okkur eru í raun og veru merkilegir. Einnig hvernig má nýta náttúruna á skapandi á skemmtilegan hátt en jafnframt hvernig á að vernda hana, og svo auðvitað að skemmta sér saman, börn og fullorðnir.“

Náttúrubarnaskóli-rekaviður

Hátíðin hefst á föstudegi með gönguferð og síðan setningarathöfn og veðurgaldri. „Mér sýnist ekki veita af að kenna fólki veðurgaldurinn. Hann hefur reynst okkur mjög vel í Náttúrubarnaskólanum og þegar fólk hefur lært hann er ekkert mál að framkvæma hann heima hjá sér þegar á þarf að halda“ segir Dagrún og hlær.

Um helgina verða svo margir fjölbreyttir viðburðir sem flétta saman skemmtun og fróðleik, til dæmis verður Hundur í óskilum með tónleika á laugardagskvöldinu, góðir gestir úr Latabæ á mæta á sunnudeginum og svo verður náttúrubarnakviss og vöffluhlaðborð á föstudeginum. Einnig verða smiðjur um fugla, veðrið og útieldun, hægt að fara í fjallgöngur, gönguferðir, á hestbak og í náttúrujóga. Það verða drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu, brúðuleikhúsið Handbendi, víkingafélagið Víðförull kemur í heimsókn og margt fleira. Aðgangseyrir að hátíðinni í heild verður 3.000 kr. en hægt er að kaupa sig inn á staka daga fyrir 1.500 kr. Frítt verður fyrir hátíðargesti að tjalda á Ferðaþjónustunni Kirkjuból sem er beint á móti Sauðfjársetrinu.

Náttúrubarnaskóli-Fjöruferð

„Ég hvet sem flesta til að kynna sér dagskrána og koma og njóta með okkur. Ég held að þegar fólk læri að þekkja náttúruna, aukist ósjálfrátt sú virðing sem það ber fyrir henni. Náttúran er svo mikilvæg“ segir Dagrún

Hægt að lokum en hægt er að kynna sér hátíðina á Facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Dagrúnu í síma 661-2213

Hér eru myndir frá hátíðinni í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“