fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018

Matarboð, bleikur reykur og Högni á hestbaki – Bestu tónlistarmyndböndin árið 2017

Þessi átta mynbönd eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 22:00

Á föstudag var tilkynnt hverjir hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017.
Undanfarin ár hafa þar verið veitt verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið enda nokkur gróska í íslenskri tónlistarmyndbandagerð. Í ár eru bestu myndböndin valin í samstarfi við tónlistar- og jaðaríþróttavefinn Albumm.is.

Meðal bestu myndbandanna í ár kennir ýmissa grasa: afturhvarf til reif-tímans, löggur í ísbíltúr, bleikur reykur, herbergi sem snýst, matarboð og Högni Egilsson á hesti í óbyggðum.

Leikstjórinn Máni M. Sigfússon er sá eini sem tilnefndur fyrir tvö myndbönd í ár, en hann leikstýrði myndböndum fyrir Högna og Sóleyju.

Hér fyrir neðan má sjá öll myndböndin sem eru tilnefnd til verðlaunanna í ár.


BLISSFUL – Make It Better / Myndband: Einar Egils.

Rökstuðningur dómnefndar: „Virkilega vel hugsað myndband sem fangar 90´s danstónlistar (rave) menninguna á íslandi. Lúkkar mjög vel og skemmtilegt fyrir augað!“


RJ Skógar – Trophy Kid / Myndband: RJ Skógar.

Rökstuðningur dómnefndar: Einstaklega vel gert og teiknað. Mjög skemmtilegur söguþráður sem margir eflaust kannast við. Það er greinilegt að mikill tími fór í myndbandið en hver rammi er hugsaður til hins ýtrasta.


Úlfur Úlfur – Bróðir / Myndband: Magnús Leifsson.

Rökstuðningur dómnefndar: Hver rammi er þaulhugsaður og eru litirnir í myndbandinu einstaklega smekklegir. Bleiki reykurinn setur svo punktinn yfir i-ið!


sóley – Úa / Myndband: Máni M. Sigfússon.

Rökstuðningur dómnefndar: Fallegt myndband með fílíng frá hreyfimyndatímanum nema í nútímalegri búning. Hvert skot dregur mann inn í ótrúlega þægilegan hugarheim.

Högni – Komdu með / Myndband: Máni M. Sigfússon.

Rökstuðningur dómnefndar: Skemmtileg skipting á lýsingunni sem gefur sögunni skil á því sem er að gerast. Eins og ævintýri í draumaheimi.


Auður – I’d Love / Myndband: Auður / Aðstoðarleikstjóri: Ágúst Elí.

Rökstuðningur dómnefndar: Hugmyndin er virkilega flott og vel hugsuð út fyrir kassann! Auður er virkilega flottur í myndbandinu og smellpassar þetta allt saman. Hvernig er þetta gert?


Vök – BTO / Myndband: Magnus Andersen.

Rökstuðningur dómnefndar: Myndbandið nær að fanga áhorfandann, er sjónrænt og fallegt og djarfur takturinn er spunninn fagmannlega inn í myndbandið. Dáleiðandi.


Ólafur Arnalds – 0952 / Myndband: : Eilifur Örn.

Rökstuðningur dómnefndar: Hér má sjá lífið fangað þar sem myndavélin fylgir fjölskyldu við matarborðið. Samvera, hlýja og söknuður, hið mannlega ástand í takt við tímann og það sem hann ber í skauti sér. Allt fléttast þetta fullkomlega saman við stórbrotna tónlist Ólafs Arnalds.


Alexander Jarl – Hvort Annað / Myndband: Hawk Björgvinsson.

Rökstuðningur dómnefndar: Virkilega fagamannlegt og vel úr garði gert myndband. Töff saga sögð sem er í fullkomnum takti við tónlistina og daðurslegan og svalan textann.


Fufanu – White Pebbles / Myndband: Snorri Bros.

Rökstuðningur dómnefndar: Myndbandið er afar flott og passar svo sannarlega vel við lag og texta. Áferð og spennandi umgjörð er skemmtileg og nær vel töffara andrúmsloftinu sem umlykur lagið og hljómsveitina.


Kristján Guðjónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 9 klukkutímum

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

May stóð af sér vantraustið

May stóð af sér vantraustið
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bára uppljóstrari búin að fá nýjan síma: Er til í að láta þann gamla á Þjóðminjasafnið

Bára uppljóstrari búin að fá nýjan síma: Er til í að láta þann gamla á Þjóðminjasafnið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Varð fyrir kynþáttarfordómum aðeins 12 ára gamall: Hvað gat ég gert?

Varð fyrir kynþáttarfordómum aðeins 12 ára gamall: Hvað gat ég gert?
433
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar spiluðu mikilvægt hlutverk í stærsta tapi í sögu Real Madrid á heimavelli

Íslendingar spiluðu mikilvægt hlutverk í stærsta tapi í sögu Real Madrid á heimavelli
433
Fyrir 11 klukkutímum

Arnór og Hörður léku sér að Real Madrid – Fara ekki í Evrópudeildina

Arnór og Hörður léku sér að Real Madrid – Fara ekki í Evrópudeildina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Taktu snögga æfingu

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Taktu snögga æfingu
433
Fyrir 12 klukkutímum
Toure að snúa aftur