fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Menningarmiðstöð opnuð á Grandanum

Verið að leggja lokahönd á Marshall-húsið – Nýló, Kling & Bang og Ólafur Elíasson opna á laugardag

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 14. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frágangur og undirbúningur fyrir opnun menningarmiðstöðvar í Marshall-húsinu á Grandanum í Reykjavík er á lokametrunum – en húsið verður formlega opnað næsta laugardag. Nýlistasafnið og Kling & Bang munu taka hvort sína hæðina undir sýningarrými, Ólafur Elíasson verður með vinnustofur á efstu hæðinni og eigið sýningarrými í öllum suðurhluta byggingarinnar. Þar að auk verður veitingastaður og bar á jarðhæðinni.

Byggingin sem einnig hefur gengið undir nafninu Faxaverksmiðjan var reist árið 1948 sem síldarbræðsla, og kom fé í byggingu hússins meðal annars úr fjárhagsaðstoð sem Íslendingar fengu frá Bandaríkjunum eftir stríð og kennd er við George Marshall, hershöfðingja og síðar utanríkisráðherra. Marshall-húsið hefur staðið autt undanfarin ár en nýlega gerði Reykjavíkurborg samning við eigandann, HB Granda, um leigu til næstu fimmtán ára og mun borgin framleigja húsnæðið. Það eru arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason hjá Kurt og pí, og Börkur Arnarson, galleristi í i8, sem eru hvatamennirnir að verkefninu og hafa unnið að því undanfarin ár.

Þegar ljósmyndara og blaðamann DV bar að garði upp úr hádegi á mánudag var mikið líf í húsinu og framkvæmdir í fullum gangi, iðnaðarmenn, arkitektar, galleristar og listamenn hlupu um bygginguna og unnu að því að allt yrði tilbúið fyrir laugardag.

Fjöldi iðnaðarmanna er að taka síðustu handtökin fyrir opnunina, til að mynda er verið að klára að mála, en hrá grá steypa og hvítir veggir eru áberandi í húsinu, til að mynda í aðalstiganum.
Stál og steypa Fjöldi iðnaðarmanna er að taka síðustu handtökin fyrir opnunina, til að mynda er verið að klára að mála, en hrá grá steypa og hvítir veggir eru áberandi í húsinu, til að mynda í aðalstiganum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Flotuð gólf og hvítt sýningarrými á þriðju hæð hússins.
Kling & Bang Flotuð gólf og hvítt sýningarrými á þriðju hæð hússins.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Víða í Marshall-húsinu er hátt til lofts, til að mynda í gamla túrbínusalnum þar sem gengið er upp. Stórir gluggarnir hleypa inn mikilli birtu auk þess sem útsýnið yfir Hörpu og á Esjuna er tilkomumikið.
Hátt til lofts Víða í Marshall-húsinu er hátt til lofts, til að mynda í gamla túrbínusalnum þar sem gengið er upp. Stórir gluggarnir hleypa inn mikilli birtu auk þess sem útsýnið yfir Hörpu og á Esjuna er tilkomumikið.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sýningarstjórar eru byrjaðir hengja upp verk sem sýnd verða á opnunarsýningum Marshall-hússins. Í sýningarrými Nýlistasafnsins sem staðsett er á annarri hæðinni verður sýning á verkum Ólafs Lárussonar opnuð.
Allt að verða til Sýningarstjórar eru byrjaðir hengja upp verk sem sýnd verða á opnunarsýningum Marshall-hússins. Í sýningarrými Nýlistasafnsins sem staðsett er á annarri hæðinni verður sýning á verkum Ólafs Lárussonar opnuð.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mikil leynd ríkir yfir því hvernig sýningarrými Ólafs Elíassonar í suðurhluta hússins mun líta út og fengu blaðamaður og ljósmyndari DV ekki leyfi til að kíkja inn.
Lok, lok og læs Mikil leynd ríkir yfir því hvernig sýningarrými Ólafs Elíassonar í suðurhluta hússins mun líta út og fengu blaðamaður og ljósmyndari DV ekki leyfi til að kíkja inn.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun