fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Adele er langríkasta stjarna Bretlands undir þrítugu, þrátt fyrir að hafa ekki túrað síðan 2017

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adele er tvímælalaust ríkasta stjarna Breta af yngri kynslóðinni, þrátt fyrir að hafa ekki farið í tónleikaferðalag í meira en ár.

Hin þrítuga Adele jók tekjur sínar um 15 milljónir punda síðustu 12 mánuði, sem þýðir að eign hennar er um 147,5 milljón punda samkvæmt Heat tímaritinu.

Tónleikaferðalag hennar sem lauk í júní 2017 færði henni 42 milljónir punda í tekjur. Hún hefur ekki komið fram síðan og hafnaði boði upp á 1 milljón punda um að koma fram í einkaboði.

En það er kannski engin þörf á að vinna þegar þú færð 9 milljónir punda í kassann fyrir plötusölu eingöngu, sem er það sem gerðist 2017.

Adele ver tímanum í rólegheitum heima hjá sér í Kaliforníu, en splæsti í Titanicþema fyrir síðasta afmæli sitt og greiddi brúðkaupið fyrir besta vin sinn, Alan Carr.

Næstur á listanum yfir ríkustu bresku stjörnurnar undir þrítugu er Ed Sheeran með 94 milljónir punda og sá þriðji er Harry Potter, Daniel Radcliffe, með 87 milljónir punda.

Fyrrum meðlimur New Direction, Harry Styles, vermir fjórða sætið með 58 milljónir punda, síðan leikkonan Emma Watson með 55 milljónir punda.

Í sjötta sæti er Little Mix stúlknasveitin með 48 milljónir punda, sem er að mestu tilkomið vegna tónleikahalds og vara á borð við sjampó og dúkkur.

Restina af topp tíu listanum skipa Niall Horan, sem var einnig í New Direction, með 46 milljónir punda, Louis Tomlinson með 44 milljónir punda, Liam Payne með 43 milljónir punda og Zayn Malik með 37 milljónir punda.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta