fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Fimm sem eiga skilið milljón í launahækkun

Af hverju ekki?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um eina milljón króna á mánuði. Er hann núna með 5,9 milljónir á mánuði. N1 er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða og dróst hagnaður félagsins saman um 1,4 milljarða á sama tíma og laun forstjórans voru hækkuð um milljón. Af því tilefni tók DV saman lista yfir fimm sem eiga líka skilið milljón í launahækkun.

Mynd: Alþingi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Bjarkey Olsen, þingflokksformaður Vinstri grænna, er með 1,5 milljónir á mánuði, þar af eru 180 þúsund krónur á mánuði frá Alþingi til að halda tvö heimili. Hún segir það ekki duga til að greiða af húsnæðisláninu.

Kjararáð

Kjararáð hefur sýnt ótrúlegan dugnað og myndugleika á undanförnum misserum við að hækka laun æðstu ráðamanna. Það er tími til kominn að endurgjalda greiðann.

Biskupinn

Virkir í athugasemdum ærast þegar biskupinn fær launahækkun, þeim má ekki bregðast. Hafa skal í huga að það er ekki persónan Agnes biskup sem fengi launahækkun, heldur bara biskupinn.

Lalli Johns

Lalli hefur aldrei verið efnaður og fékk aldrei milljónirnar sem honum voru dæmdar í Breiðavíkurmálinu. Nú er hann búinn að vera edrú í fjögur ár og er á góðum stað í lífinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Guðni forseti

Ef það er einhver sem á að fá milljón í launahækkun er það Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hann gefur peninginn hvort eð er til góðgerðamála. Styðjum góð málefni, hækkum laun Guðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda