Fókus

Guðmundur verður ekki bara landsliðsþjálfari: Stofnar fyrirtæki með vini sínum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 14:14

Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, karlalandsliðsins í handbolta mun ekki sitja auðum höndum hér á landi milli leikja hjá landsliðinu.

Guðmundur hefur nefnilega stofnað ferðaþjónustufyrirtæki ásamt vini sínum, en fyrirtækið mun hafa það hlutverk að lokka fleiri Dani til Íslands. Guðmundur hefur eins og kunnugt er náin tengsl við Danmörku eftir að hafa stýrt danska landsliðinu í nokkur ár með góðum árangri.

Guðmundur segir frá því í samtali við BT í Danmörku að verkefnið hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið, en fyrirtækið hafi hafið starfsemi í síðustu viku. Mun fyrirtækið einkum sjá um að skipuleggja ferðir fyrir hópa.

„Ég hef lengi verið áhugasamur um að skipuleggja ferðir fyrir Dani til Íslands. Ísland er dásamlegt land og ég hef ferðast um allt landið og þekki það því mjög vel,“ segir Guðmundur og bætir við að hann hafi gaman af því að fara í veiði- og gönguferðir.

„Ísland er mjög vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn núna og við höfum trú á því að margir Danir hefðu áhuga á að heimsækja landið.“

Búið er að opna vefsíðu, GoToIceland, sem áhugasamir geta heimsótt.

Guðmundur segir að handboltinn verði í forgangi, nú sem endranær, þó svo að hann hafi nú stofnað fyrirtæki. Guðmundur var ráðinn landsliðsþjálfari eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Króatíu í janúar og ljóst að það verður nóg að gera hjá honum á næstu misserum.

Einar Þór Sigurðsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana