Fókus

Er þetta skrýtnasti Tinder prófíllinn til þessa?

Go gekk ekkert að finna draumadrottninguna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 10:30

Darren Go gekk ekkert að finna drottningu drauma sinna á Tinder og taldi að konur hefðu einfaldlega ekki áhuga á hverdagslegum, leiðinlegum prófílum. Hann ákvað því að prófa nýja aðferð, sem er vægast sagt öðruvísi.

„Venjulegur, hverdagslegur og fallegur prófíl var ekki að virka,“ sagði hann í samtali við vefsíðuna Buzzfeed. „Og því ekki að prófa eitthvað allt öðruvísi? Ég ákvað að nota svartan húmor minn og tvíræðni til að athuga hvort að ég fyndi konur sem væru sama sinnis.“

Prófíll Go verður að teljast ansi öðruvísi.
Öðruvísi Prófíll Go verður að teljast ansi öðruvísi.

Og þetta er prófílinn sem hann setti út í kosmóið. Nokkrum mánuðum áður gekkst Go undir hjartaskurðaðgerð og vinur hans tók myndina af honum í sjúkrarúminu. Go ákvað síðan að nota myndina, ásamt tvíræðum texta, sem tapar merkingunni þegar hann er þýddur yfir á íslenskuna, en ICU er skammstöfun fyrir Intensive Care Unit, eða gjörgæsla.

„I´m dying to meet you. When can ICU?“

Prófílinn hans vakti svo sannarlega athygli og fljótlega var fólk farið að deila skjáskoti af honum á samfélagsmiðlum. En þrátt fyrir að vera svo sannarlega öðruvísi en hinir, þá er Go ekki enn búinn að finna hina einu réttu. „Ég er ennþá einhleypur og til í tuskið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 4 dögum

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn
Fókus
Fyrir 6 dögum

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“
Fókus
Fyrir einni viku

Vignir Ljósálfur: „Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna“

Vignir Ljósálfur: „Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna“