fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Brosnan ræðir um sáran missi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Pierce Brosnan ræddi á dögunum opinskátt um sáran missi og djúpa sorg. Fyrri eiginkona hans, Cassandra Harris, lést árið 1991 úr krabbameini, 43 ára gömul, en hjónin höfðu verið gift í ellefu ár. Þau eignuðust einn son en Cassandra átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, þar á meðal Charlotte, sem var níu ára þegar móðir hennar gifti sig að nýju. Brosnan ættleiddi stjúpbörn sín tvö.

Árið 2013 lést Charlotte úr sama sjúkdómi og móðir hennar, 42 ára gömul. Leikarinn segir að dauði þessara tveggja kvenna hefði haft djúpstæð áhrif á líf hans. „Trúið mér, í huga mínum er glasið ekki hálffullt,“ sagði leikarinn nýlega í viðtali og viðurkenndi að það kæmu stundir þegar hann fylltist þunglyndi. Hann sagði gríðarlega sorg fylgja því að sjá krabbamein éta ástvin að innan og óbærilegt væri að sjá manneskjuna veslast upp. Sú sorg hyrfi aldrei alveg. Hann bætti við: „Í þessu lífi getur enginn forðast sársaukann. Hann er hluti af lífinu.“

Árið 2001 kvæntist Brosnan að nýju, Keeley Shaye Smith og þau eiga saman tvo syni. Brosnan leggur mikið upp úr því að vera góður faðir. Hann hefur hins vegar enga fyrirmynd í þeim efnum því faðir hans yfirgaf fjölskylduna skömmu eftir fæðingu sonarins. Hann segist hafa hitt föður sinni einu sinni, árið 1984. Þeir skiptust á sögum og drukku saman bjór. „Ég hefði viljað þekkja hann. Hann blístraði listilega og hafði fallegt göngulag. Það er eiginlega það eina sem ég veit um hann,“ sagði Brosnan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta