Fókus

-Þorskastríðið, brautarbræði, sundferðir, símavitleysa og Venlafaxíne

Flosi Þorgeirssont

Margrét Gústavsdóttir skrifar
Sunnudaginn 26. nóvember 2017 12:00

Flosi Þorgeirsson fæddist þann 16. febrúar 1968 og sleit barnsskónum í austurbæ Kópavogs. Faðir hans, Þorgeir Guðmundsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, lést í vinnuslysi árið 1976 þegar Flosi var átta ára en móðir hans, Jóhanna Gunnarsdóttir, 95 ára, er enn við góða heilsu, drekkur eitt glas af sérríi á dag og dansar allar helgar. Flosi flosnaði upp úr menntaskólanum í Kópavogi og gekk til liðs við hljómsveitina HAM árið 1989. Hann á tvö börn, Hörð, 24 ára, og Unu, 23 ára. Flosi býr í Vesturbænum þar sem hann deilir fjögurra herbergja íbúð með Dieter félaga sínum frá Þýskalandi.

10.00–15.00

Fótaferðartíminn minn fer alveg eftir því hvenær ég þarf að mæta til vinnu. Stundum sef ég langt fram yfir hádegi. Ef ég er ekki að vinna þá get ég vaknað einhvers staðar á milli níu fyrir hádegi til þrjú eftir hádegi. Það er algjört kaos alltaf í öllu hjá mér. Morgunmaturinn minn er heldur ekkert ákveðið, í mesta lagi fæ ég mér eina skál af múslí. Mér finnst bara frekar pirrandi að borða og sem betur fer hef ég frekar litla hungurtilfinningu.

12.00–16.00

Hvað er besta ráð sem þér hefur verið gefið?

Besta ráðið kemur frá mömmu minni. „Aldrei að treysta fólki sem borðar ekki harðfisk og drekkur ekki kaffi.“ Þetta hefur reynst mér mjög vel í samskiptum enda eitthvað hættulegt við þá sem kunna ekki að njóta þessara guðsgjafa.

Hvaða ráð getur þú gefið öðrum?

Ef maður kemst að því hver maður er og hvernig maður sjálfur er skrúfaður saman þá er mikið auðveldara að hlusta á sinn innri mann. Þaðan koma bestu ráðin – ill ráð hefir maður oft þegið annars brjóstum úr.

Hvað vildirðu að þú hefðir vitað fyrr?

Ég hefði átt að kaupa miða á tónleika með Ramones þegar þeir voru enn að spila saman. Mig hefði aldrei grunað að ég væri enn svekktur yfir því að hafa aldrei séð þetta uppáhaldsband mitt spila á tónleikum.

Eftir að ég vakna, hvenær sem það nú er, þá ákveð ég hvað ég fer að gera þann daginn. Hvort ég eigi að heimsækja einhvern eða hvað. Núna er ég til dæmis að reyna að klára mastersritgerð í sagnfræði. Ég er ömurlega latur en ætla samt að reyna að ljúka þessu fljótlega. Ég er að skrifa ritgerð um Þorskastríðin sem ég hef mikinn áhuga á en kannski er ég bara kominn með námsþreytu, enda búinn að vera í Háskólanum síðan 2012. Ef mér tekst ekki að koma mér í að skrifa þá fer ég oft að lesa eitthvað eða pæla í tónlist. Draumurinn hefur alltaf verið að gefa út sólóplötu en mér hefur reynst erfitt að finna tíma. Svo er ég þunglyndur sem heftir mig líka talsvert. Reyndar fór ég að taka þunglyndislyfið Venlafaxíne í ársbyrjun og finnst áhrifin af því alveg frábær en því miður þá gerir það mig ekki meira drífandi þó að mér finnist skemmtilegra að lifa.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

16.00

Einhvern tímann seinni part dags fer ég gjarna í sund eða út að ganga. Mér finnst oftast best að fara í sund eftir að myrkrið er skollið á eða þegar veður er vont. Helst bara kalt og rok í bland. Ég fer aðallega í Vesturbæjarlaugina sem er núna opin til tíu öll kvöld. Ég er mjög ánægður með það hvað laugin er opin lengi og finnst að fleiri laugar mættu hafa opið fram eftir. Göngutúrar hjálpa mér líka í baráttunni við þetta þunglyndi mitt. Ég geng til dæmis út að Gróttu eða eitthvert niður í bæ ef ég þarf að hitta fólk. Núna er ég reyndar kominn á bíl og finn strax hvað það er hættulegt. Ég hef gengið mikið minna eftir að ég fékk mér bílinn. Svo er styttra í gremju og leiðindi sem er óeðlilegt fyrir mig. Ég hef staðið mig að brautarbræði, sem beinist sérstaklega að óöruggum túristum í umferðinni og ég kann alls ekki við þessi einkenni hjá sjálfum mér. Ætla að laga þetta. Hugleiða frekar og anda djúpt.

19.00–00.00

Á kvöldin fer ég oft á hljómsveitaræfingu, horfi á góða bíómynd eða sjónvarpsþætti eða les uppi á Landsbókasafni. Núna er ég að lesa Íslandssöguna enda byrjaður að vinna sem leiðsögumaður allt árið og þá er fínt að vera vel að sér í þessum efnum. Ef ég dembi mér í lestur þá verð ég eiginlega að skilja snjallsímann eftir úti í bíl. Annars freistast maður yfirleitt til að fara á Facebook eða eyða tímanum í einhverja símavitleysu sem truflar lesturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

FókusMenning
Fyrir 1 klukkutíma síðan
-Þorskastríðið, brautarbræði, sundferðir, símavitleysa og Venlafaxíne

Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Fyrir 4 klukkutímum síðan
Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum

Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum

Líf þitt breytist til batnaðar ef þú færð þér Alexu

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Líf þitt breytist til batnaðar ef þú færð þér Alexu

Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

FókusFréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

Glæsileg íslensk hönnun frá Gilbert úrsmið: JS Watch co. Reykjavik

Mest lesið

Ekki missa af

Á þessum degi …