fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blippi er gríðarlega vinsæl YouTube stjarna sem býr til skemmtiefni fyrir börn. Um þrjár og hálf milljón manns eru áskrifendur af YouTube rásinni hans. Við fyrstu sýn virðist Blippi vera alsaklaust fræðandi barnaefni. Blippi er sérvitur ungur maður með appelsínugul gleraugu og í skærum fötum. Hann dansar mikið, talar af barnslegri undrun og börn gjörsamlega elska hann. Hins vegar er þetta ekki í fyrsta sinn sem maðurinn á bak við Blippi slær í gegn á netinu.

Raunverulegt nafn Blippi er Stevin John. Fyrir tíma Blippi var hann kvikmyndagerðamaður í Los Angeles. Hann gerði grínmyndbönd undir viðurnefninu „Steezy Grossman“, meðal annars myndböndin „Turdboy“ og „Underwear Man“. En myndbandið sem gerði hann fyrst frægan er vægast sagt ógeðslega furðulegt. Í því myndbandi kúkar hann með þvílíkum látum á beran rass vinar síns.

Myndbandið er eins konar útfærsla af „Harlem Shake“, en það var æði sem gekk yfir snemma árið 2013. Myndband Stevins gjörsamlega sló í gegn og fór eins og eldur í sinu um netheima.

„Já, ég bjó til ógeðslegt grínmyndband snemma á þrítugsaldri, langt áður en ég byrjaði með Blippi,“ segir Stevin við Buzzfeed News.

Stórveldið Blippi

Í hefðbundnu YouTube myndbandi skoðar Blippi hluti eins og rútu, frumskógardýr og þyrlu. Í lok hvers myndbands hvetur Blippi börn til að fá fullorðinn einstakling til að fylgja honum á samfélagsmiðlum.

Blippi er ekki bara nútímalegur trúður með YouTube rás heldur stórveldi. Stórveldið byggist á þremur YouTube rásum sem hafa samanlögð sjö milljarða áhorf, alls konar Blippi varning og samstörf.

https://www.instagram.com/p/BmWevt4FyLD/?utm_source=ig_embed

HarlemShakePoop.com

Harlem Shake æðið gekk yfir snemma árið 2013. Harlem Shake lýsir sér þannig að ein manneskja dansar rólega í byrjun, og svo þegar lagið nær hámarki færist myndbandið á fólk dansa af krafti.

Blippi, eða þá þekktur sem Steezy Grossman, gerði sína eigin útgáfu af Harlem Shake: Harlem Shake Poop. Myndbandið var á síðunni HarlemShakePoop.com, en hefur verið tekið út.

Í stuttu máli þá byrjar myndbandið á því að Steezy situr á klósettinu og hreyfir hendurnar með laginu. Þegar lagið nær hámarki þá er Steezy allt í einu standandi nakinn á klósettinu en er með hjálm og sólgleraugu. Á gólfinu liggur vinur hans nakinn, nema með sundhettu og sundgleraugu. Vinur hans liggur í mjög skringilegri og óþægilegri stöðu með rassinn út í loftið. Steezy dansar í smá stund og svo kemur það. Svakaleg og hryllileg kúkasprengja. Kúkur út um allt og yfir rass nakta vinarins.

Buzzfeed News fengu listamann til að gera teiknaða mynd af atriðinu, en lögmaður Stevin John/Steezy Grossman/Blippi hótaði Buzzfeed News lögsókn ef þeir myndu birta myndbandið.

Mynd: Katie Notopoulos/BuzzFeed News

„Á þessum tíma fannst mér svona fyndið, en í raun var þetta heimskulegt og smekklaust og ég sé eftir því að hafa gert myndbandið. Ég hef þroskast mikið síðan þá og ég treysti því að fólk sjái mig sem manneskjuna sem ég er í dag, ekki fávitinn sem ég var þá,“

sagði Stevin í yfirlýsingu sinni til Buzzfeed News

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta