Fókus

Geirvarta Grýlu falin: „Man sem barn að þessi mynd truflaði mig mjög mikið“

Fókus
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 12:09

Í nýjustu útgáfu barnabókarinnar Ástarsaga úr fjöllunum hefur geirvarta tröllkonunnar Grýlu verið hulin. Á einni mynd mátti sjá Grýlu gefa á brjóst og sást geirvarta hennar glögglega. Nú er búið að ritskoða umrædda geirvörtu.

Hrafn Harðarson vakti athygli á þessu á Twitter. Flestir á Twitter eru á því máli að ritskoðunin sé af hinu slæma. „Jii hugsið ykkur ef lítil börn myndu sjá ber brjóst! Nei bíddu..,“ skrifar Ragnheiður Kristín.

Baldvin Ósmann birtir mynd af blaðsíðunni úr bókinni frá árinu 2010. „Hér er 2010. Man sem barn að þessi mynd truflaði mig mjög mikið því að einn þeirra er að klípa bróður sinn í eyrað. Skepna,“ skrifar Baldvin. Máni Pétursson í Harmageddon tekur undir og segir:  „Haha það truflaði mig líka alltaf.“ Andrés Jónsson almannatengill segir einfaldlega: „Glatað“.

Nútíminn greindi frá málinu fyrr í dag og hefur eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur, ritstjóra Forlagsins bókabúð, að þetta hafi verið listræn ákvörðun teiknarans, Brian Pilkington, en hann teiknaði myndirnar upp á nýtt fyrir nýjustu útgáfuna.  „Ef allar myndirnar í bókinni eru bornar saman má sjá að það er fjöldinn allur af smáum breytingum. Þetta eru allt nýjar myndir, Þetta eru hans listrænu ákvarðanir og við vorum ekkert að hafa eftirlit með því sérstaklega,” segir Sigþrúður í samtali við Nútímann.

 

 

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“
Fókus
Í gær

Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða

Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist þetta dularfulla kvöld hjá Vigdísi? Atli Fannar og Kalli Baggalútur vita svarið – „Kvöldið var ungt en …“

Hvað gerðist þetta dularfulla kvöld hjá Vigdísi? Atli Fannar og Kalli Baggalútur vita svarið – „Kvöldið var ungt en …“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney móðir Guðrúnar – „Það er ólýsanlega sárt að hugsa að hún sé farin, að ég fái aldrei aftur að taka utan um hana“

Fanney móðir Guðrúnar – „Það er ólýsanlega sárt að hugsa að hún sé farin, að ég fái aldrei aftur að taka utan um hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“