Fókus

Jóhann Óli lætur hundaeigendur heyra það – „Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn“

Fókus
Mánudaginn 30. júlí 2018 08:26

„Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda,“ segir Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, í bakþönkum blaðsins í dag. Í pistlinum, sem ber yfirskriftina Bitglaðir hundar, segir hann farir sínar ekki beint sléttar af hundum og hundaeigendum.

Tilefni pistilsins var svar heilbrigðisráðherra á dögunum um hversu oft folk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Í svarinu kom fram að 53 hefðu leitað til læknis á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 eftir að hafa fengið áverka eftir hunda. Á síðustu fimm árum er þessi fjöldi hátt í 150.

Jóhann hefur fengið sinn skerf af bitum.

„Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita.“

Jóhann snýr sér svo að hundaeigendum og gagnrýnir þá nokkuð harðlega.

„Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt.“

Það skal tekið skýrt fram að Jóhann Óli endar pistilinn á þeim orðum að um „lúmskt vinnustaðagrín“ sé að ræða. Það sé í raun markmiðið með pistlinum. „Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir.“

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“
Fókus
Í gær

Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða

Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist þetta dularfulla kvöld hjá Vigdísi? Atli Fannar og Kalli Baggalútur vita svarið – „Kvöldið var ungt en …“

Hvað gerðist þetta dularfulla kvöld hjá Vigdísi? Atli Fannar og Kalli Baggalútur vita svarið – „Kvöldið var ungt en …“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney móðir Guðrúnar – „Það er ólýsanlega sárt að hugsa að hún sé farin, að ég fái aldrei aftur að taka utan um hana“

Fanney móðir Guðrúnar – „Það er ólýsanlega sárt að hugsa að hún sé farin, að ég fái aldrei aftur að taka utan um hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“