fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý

Fókus
Mánudaginn 16. júlí 2018 14:36

Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúsmý er mikil plága sem fyrst lét á sér kræla á Íslandi fyrir þremur árum. Þá var greint frá undarlegum atburðum í sumarhúsum beggja vegna Hvalfjarðar. Voru gestir þar með ljót sár og illa út leiknir. Í fyrstu var ekki vitað hver væri sökudólgurinn en síðar kom í ljós að lúsmý hafði bitið fólkið. Afleiðingarnar eru gríðarlegur kláði. Og hvað er lúsmý, jú, það eru örsmáar flugur, aðeins um 1,5 millimetrar, blóðsugur sem nærast á öðrum smádýrum og fannst eins og áður segir nýlega hér. Og flugan er sem sagt nýlega búin að nema land.

Íslendingar fá ekki eingöngu ömurlegt veður í sumar, og loks þegar sólin skín berast þær fregnir að þessar litlu blóðsugur séu mættar á höfuðborgarsvæðið. Frá því er greint á RÚV að lúsmý sé að finna vestan Elliðaáa í Reykjavík. Þá hefur verið staðfest að fólk hafi verið bitið í Vesturbænum. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins staðfestir þetta við RÚV.

Þá hefur fólk einnig verið bitið í Grafarvogi og Breiðholti. Skordýrafræðingar telja að blóðsugan muni halda áfram að dreifa sér. Flugan er skæð og fer undir fatnað til að bíta og hefur fólk þurft að leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna ofnæmisviðbragða. Bólgan sem fylgir varir í nokkra daga. Best er að hreinsa bit með spritti eða kæla það, en nánar má lesa um pláguna á vef RÚV.

Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur við Háskóla Íslands hafði þetta að segja við RÚV:  „lúsmýið smýgur alls staðar inn undir fötin, inn í hárið og inn í hársvörðinn og bítur líka innandyra.“

Hægt er að nota grill til að drepa fluguna.

Svona losnar þú við lúsmý: Sjá hér

Erling Ólafsson skordýrafræðingur gefur þetta ráð til að fækka flugunni:

„Farið nú með gamla kolagrillið í sumarbústaðinn (eða garðinn) og finnið því þetta áhugaverða hlutverk.

Leggið kol í hring á grillinu, en gætið þess að loka ekki hringnum. Kolunum er raðað í tvöfalda röð, á tveimur hæðum. Kveikið í öðrum enda kolaskeifunnar, kolin kveikja síðan hvert í öðru og halda grillinu heitu alla nóttina. (Sjá mynd.)

Lokið efra spjaldinu á grillinu en hafið neðra spjaldið hálfopið.

Smyrjið lokið að utan með matarolíu.

Leggið lokið á grillið og leyfið mýinu að flykkjast að.

Best er sagt að nota þessa aðferð að næturlagi, í logni og þurrki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta