fbpx
Fókus

Bubbi Morthens (62) og Jakob Frímann (65): Buðu aðdáendum upp á korter með kynlífsdúkku

Fókus
Fimmtudaginn 7. júní 2018 15:10

Okkar eini sanni Bubbi Morthens varð 62 ára í gær og fékk hundruð afmæliskveðja á Facebook-vegginn sinn af því tilefni.

Ein þeirra stóð þó óumdeilanlega upp úr en sú kom frá Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni.

Jakob rifjar upp gamansögu og skrifar:

„Hjartanlegar hamingjuóskir á afmælisdeginum þínum elsku vinur! Nú eru ár og dagar síðan við ferðuðumst landshorna á milli, ég með fimbulorganið og þú með kassagítarinn og brúðarslörið. Buðum upp á æsispennandi spurningakeppni í hléi þar sem 1. verðlaun voru ´Korter með kynlífsdúkku sem að lokum var stolið af drykkfelldum, einmanna hótelstjóra á norðausturlandi! Njóttu tímamótanna og lífsins drengurinn minn í ylþýðum fljóðafans að Fagralandinu góða.“

Ágúst Guðmundsson, sem leikstýrði Jakobi í Með allt á hreinu, skrifar athugasemd við kveðju Jakobs og segir:

„Sagan um drykkfellda, einmana hótelstjórann og kynlífsdúkkuna hefur alveg farið framhjá mér. Hvað veldur? Getum við bætt henni í plottið sem hinn vestfirski vinur Egils kom með um daginn?“

Þessu svarar Jakob Frímann:

„Það held ég væri tilvalið!“

Þó Bubbi skrifi ekki athugasemd þá er ljóst að hann hafði gaman af sögu Jakobs, í það minnsta lækar hann færsluna.

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hafsteinn Helgi og Guðrún Agla selja Hamingjuhöllina við Hafravatn

Hafsteinn Helgi og Guðrún Agla selja Hamingjuhöllina við Hafravatn
Fókus
Í gær

Þorleifur Örn tilnefndur sem leikstjóri ársins í Þýskalandi

Þorleifur Örn tilnefndur sem leikstjóri ársins í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hún keypti sér aðhaldsflík til að fá maga eins og Jennifer Lopez – útkoman er bráðfyndin“

„Hún keypti sér aðhaldsflík til að fá maga eins og Jennifer Lopez – útkoman er bráðfyndin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veist þú hvar þessar gömlu íslensku myndir eru teknar? – Taktu prófið!

Veist þú hvar þessar gömlu íslensku myndir eru teknar? – Taktu prófið!