fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Bubbi Morthens (62) og Jakob Frímann (65): Buðu aðdáendum upp á korter með kynlífsdúkku

Fókus
Fimmtudaginn 7. júní 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Okkar eini sanni Bubbi Morthens varð 62 ára í gær og fékk hundruð afmæliskveðja á Facebook-vegginn sinn af því tilefni.

Ein þeirra stóð þó óumdeilanlega upp úr en sú kom frá Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni.

Jakob rifjar upp gamansögu og skrifar:

„Hjartanlegar hamingjuóskir á afmælisdeginum þínum elsku vinur! Nú eru ár og dagar síðan við ferðuðumst landshorna á milli, ég með fimbulorganið og þú með kassagítarinn og brúðarslörið. Buðum upp á æsispennandi spurningakeppni í hléi þar sem 1. verðlaun voru ´Korter með kynlífsdúkku sem að lokum var stolið af drykkfelldum, einmanna hótelstjóra á norðausturlandi! Njóttu tímamótanna og lífsins drengurinn minn í ylþýðum fljóðafans að Fagralandinu góða.“

Ágúst Guðmundsson, sem leikstýrði Jakobi í Með allt á hreinu, skrifar athugasemd við kveðju Jakobs og segir:

„Sagan um drykkfellda, einmana hótelstjórann og kynlífsdúkkuna hefur alveg farið framhjá mér. Hvað veldur? Getum við bætt henni í plottið sem hinn vestfirski vinur Egils kom með um daginn?“

Þessu svarar Jakob Frímann:

„Það held ég væri tilvalið!“

Þó Bubbi skrifi ekki athugasemd þá er ljóst að hann hafði gaman af sögu Jakobs, í það minnsta lækar hann færsluna.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin
Fókus
Í gær

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“
Fyrir 2 dögum

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína