fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 18. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vakið sérstaka eftirtekt bæði erlendis og hér heima hversu glæsilegir til fara íslensku leikmennirnir okkar eru.

Þeir eru klæddir sérsaumuðum jakkafötum frá Herragarðinum en það vakti eftirtekt blaðamanns DV Fókus hversu misvanir þeir eru því að gera flotta bindishnúta.

Sumir mættu hnýta aðeins ofar

Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðins og ákafur knattspyrnuunnandi sem kennir mönnum að gera bindishnúta alla daga, segir skýringuna líklegast þá að þeir séu öllu vanari því að ganga um í íþróttafötum:

„Sjálfur hnýti ég frá mér bindinu þegar ég fer inn í heita flugvél en mér sýnist samt á myndinni að sumir þarna hefðu alveg mátt hnýta aðeins ofar,“ segir Vilhjálmur og bætir við að sér finnist þeir samt hrikalega flottir þrátt fyrir misjafna kunnáttu í hnútamálum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Herragarðurinn sér um að klæða kappana upp. Þegar landsliðið keppti á EM fyrir tveimur árum vakti klæðaburður þeirra mikla eftirtekt en þá voru þeir í sérsaumuðum jakkafötum frá versluninni.

„Lið Englands mætti þá í jakkafötum frá Marks og Spencer en Íslendingarnir komu í sérsaumuðum jakkafötum frá okkur og voru fyrir vikið valdir eitt best klædda liðið á mótinu,“ segir hann og leggur áherslu á að auðvitað skipti það miklu máli hvernig menn klæða sig á slíku stórmóti.

Voru með í að hanna fötin

Það kemur kannski sumum á óvart en landsliðsmennirnir voru með í því að hanna þessi glæsilegu föt sem samanstanda af stökum jakka við stakar buxur.

„Þeir voru í jakkafötum síðast en núna völdu þeir að hafa þetta tvískipt. Svo voru þeir að sjálfssögðu með í að hanna fötin því við hefðum auðvitað aldrei látið neitt frá okkur nema þeir væru alveg sáttir.“

Fötin eru úr hágæða ítölskum efnum og að sögn Vilhjálms geta smekkvísir landsmenn líka fengið svona föt sérsaumuð á sig eftir málum og verðið er frá tæplega 70.000 krónum fyrir stakan jakka.

Örugglega alveg þess virði.

Áfram Ísland!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta