fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Siggi Gunnars heldur spinning til styrktar börnum Elínar Helgu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siggi Gunnars, þáttastjórnandi á K100 og vinsælasti spinningkennari landsins stendur fyrir spinningtíma í World Class Skólastíg Akureyri laugardaginn 22. desember kl. 12.

Tíminn er haldinn til styrktar börnum Elínar Helgu Hannesdóttur, sem lést í október.

Mikil sorg þegar Elín Helga lést:„Elsku fallega Elín, með sitt geislandi bros“ – Skilur eftir sig tvö ung börn

Siggi mun kenna tímann, en hann kennir vinsælustu spinning tíma landsins í Laugum í hverri viku. Það er því ljóst að hér er í vændum skemmtilegur spinningtími og lofar Siggi miklu stuði og svita.

Skráning í tímann er í tímatöflu á www.worldclass.is. 

„Það varð strax fullt í tímann,“ segir Siggi í samtali við DV og hvetur alla jafnframt til að skrá sig á biðlista, þar sem hann langar að vera með annan tíma strax á eftir ef það er í boði.

Komum saman, spinnum og styðjum við bakið á börnum Elínar Helgu í aðdraganda jóla. Í salnum verður tekið við frjálsum framlögum.

Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum, en komast ekki í tímann, geta lagt inn á styrktarreikning,  reikningsnúmerið er á nafni Guðrúnar, móður Elínar:

Kennitala: 130351-4849, rknr. 565-14-120443.

Aðstandendur og vinir minnast Elínar Helgu – „Þú snertir svo mörg líf á þessum stutta tíma sem þú varst með okkur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta