fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Bjöllum hringt gegn kynferðisofbeldi fyrir utan Landakotskirkju í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hringdu gegn einelti og kynferðisofbeldi!“ heitir viðburður sem haldinn verður fyrir utan Landakotskirkju við Túngötu í Reykjavík í dag kl. 13. Um er að ræða alþjóðlegt átak en viðburðurinn stendur yfir í 7 mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Fólk er hvatt til að taka með sér bjöllur og hringja hvers kyns bjöllum og klukkum hvar sem það er statt.

Engin tilviljun er að þeir sem standa að átakinu hér á landi halda það á þessum stað en kynferðisbrot í Landakotsskóla á síðustu öld komust mjög í hámæli fyrir nokkrum árum er einstaklingar sem beittir höfðu verið ofbeldi þar stigu fram.

Í texta um viðburðinn segir:

„Árlegur dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi er haldinn hátíðlegur á heimsvísu ár hvert, kl. 13:00 að staðartíma í 7. mín. – Eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. – Skólabjöllum, vinnustaðabjöllum, kirkjuklukkum, skipsklukkum. Eða allskonar bjöllum og klukkum er hringt. Þú getur hringt út um allan heim og hvatt allan heiminn til þátttöku.
Barnaníð innan kaþólsku kirkna um heim allan hafa mjög verið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði.
Konum og börnum er nauðgað í stríðshrjáðum löndum .
TAKIÐ MEÐ YKKUR BJÖLLUR, KLUKKUr OG SLEGLA (Lítinn hamar) !
VIÐ SEGJUM STOPP – HINGAÐ OG EKKI LENGRA !“

Sjá Facebook-síðu viðburðarins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta