Fókus

Bjöllum hringt gegn kynferðisofbeldi fyrir utan Landakotskirkju í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 07:30

„Hringdu gegn einelti og kynferðisofbeldi!“ heitir viðburður sem haldinn verður fyrir utan Landakotskirkju við Túngötu í Reykjavík í dag kl. 13. Um er að ræða alþjóðlegt átak en viðburðurinn stendur yfir í 7 mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Fólk er hvatt til að taka með sér bjöllur og hringja hvers kyns bjöllum og klukkum hvar sem það er statt.

Engin tilviljun er að þeir sem standa að átakinu hér á landi halda það á þessum stað en kynferðisbrot í Landakotsskóla á síðustu öld komust mjög í hámæli fyrir nokkrum árum er einstaklingar sem beittir höfðu verið ofbeldi þar stigu fram.

Í texta um viðburðinn segir:

„Árlegur dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi er haldinn hátíðlegur á heimsvísu ár hvert, kl. 13:00 að staðartíma í 7. mín. – Eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. – Skólabjöllum, vinnustaðabjöllum, kirkjuklukkum, skipsklukkum. Eða allskonar bjöllum og klukkum er hringt. Þú getur hringt út um allan heim og hvatt allan heiminn til þátttöku.
Barnaníð innan kaþólsku kirkna um heim allan hafa mjög verið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði.
Konum og börnum er nauðgað í stríðshrjáðum löndum .
TAKIÐ MEÐ YKKUR BJÖLLUR, KLUKKUr OG SLEGLA (Lítinn hamar) !
VIÐ SEGJUM STOPP – HINGAÐ OG EKKI LENGRA !“

Sjá Facebook-síðu viðburðarins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Valgarður fékk skelfilegt hugboð – „Eins og eitthvað flygi í gegnum hausinn á mér, eitthvað kalt. Það fyrsta sem ég hugsaði var – „Mamma!“

Valgarður fékk skelfilegt hugboð – „Eins og eitthvað flygi í gegnum hausinn á mér, eitthvað kalt. Það fyrsta sem ég hugsaði var – „Mamma!“
Fókus
Í gær

Ertu single? – Örvæntu ekki, hér eru 129 leiðir til að landa manni

Ertu single? – Örvæntu ekki, hér eru 129 leiðir til að landa manni
Fókus
Í gær

BLE-Rödd unga fólksins hlaut 19.2% atkvæða

BLE-Rödd unga fólksins hlaut 19.2% atkvæða
Fókus
Í gær

Sérkennilegur minjagripur – Yfir 60 ára gamall strætómiði

Sérkennilegur minjagripur – Yfir 60 ára gamall strætómiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgarður fór tólf ára úr klóm prests og í gin fíknar

Valgarður fór tólf ára úr klóm prests og í gin fíknar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“