fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Mikil fjölskyldumanneskja – Útilokar ekki frekari barneignir: „Það fer bara eftir maka og aðstæðum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 16:00

Ásdís veit fátt betra en kósítíma með fjölskyldunni. Mynd: Brynja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem margir þekkja sem Ísdrottninguna, prýðir forsíðu helgarblaðs DV. Hún einbeitir sér nú að nýju viðskiptatækifæri – innflutningi á svörtum rósum, en hún hefur haldið sig frá sviðsljósinu síðasta árið. Síðasta ár hefur verið erfitt í lífi fyrirsætunnar, sem er ástæða þess að hún hefur haldið sig til hlés.

„Það er algjörlega meðvituð ákvörðun hjá mér að draga mig úr sviðsljósinu, og stjórnast af mér. Ég hef bara verið í þannig aðstæðum að ég hef kosið að halda mig út af fyrir mig því líkamleg og andleg orka hefur farið í annað,“ segir Ásdís dul. Þegar blaðamaður innir eftir nánari útlistingu á þessum tíma stendur Ásdís föst á sínu. „Það er bara ýmislegt sem ég vil ekki ræða núna. Þetta er ekki rétti tíminn,“ segir Ásdís en bætir við að nú taki við betri tímar með blóm í haga.

Sjá einnig: Ásdís Rán er gamaldags týpa – Finnst sexí þegar karlmenn „hafa hærri laun en ég“ og „meira vald“.

„Nú eru tímarnir að breytast og ég kannski fer að sýna meira af mér á nýja árinu. Þetta kemur allt fram í ævisögunni eða bíómyndinni sem Friðrik Þór vildi gera um mig. Ég held að hún yrði rosaleg. Það sem ég hef upplifað er efni í góða bíómynd.“

 

View this post on Instagram

 

Photo of the day. Foxy Friday ? have a nice weekend!! #asdisran #icequeen #swimwear

A post shared by Asdis Ran aka The IceQueen (@asdisran) on

Útilokar ekki frekari barneignir

Ásdís var aðeins sautján ára þegar alvara lífsins tók við og hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Róbert Andra með fyrrverandi sambýlismanni sínum. Í dag er Róbert tuttugu ára, en auk hans á Ásdís soninn Hektor, þrettán ára, og dótturina Victoriu, ellefu ára, með Garðari. Fyrirsætan segist ávallt hafa notið sín í móðurhlutverkinu.

Sjá einnig: Ásdís Rán vildi ekki sofa hjá forstjóranum: Missti vinnu í kjölfarið – „Hann hótaði mér“.

„Já. Nú eru þau öll orðin svo stór þessar elskur, öll alveg ótrúlega hraust, dugleg og klár og standa sig vel í lífinu. Ég er mjög heppin mamma. Ég er mjög mikil fjölskyldumanneskja og veit ekkert betra en að eyða kósítíma með fjölskyldunni,“ segir Ásdís sem útilokar ekki frekari barneignir. „Það er ekki á planinu hjá mér að eignast fleiri börn en ég ætla ekki að útiloka neitt. Það fer bara eftir maka og aðstæðum,“ segir hún. Hún telur ekki líklegt að börnin hennar muni feta í hennar fótspor er varðar barneignir, það er að segja að byrja jafn snemma og hún.

„Ég hugsa að ég þurfi að bíða í fimm til tíu ár eftir því að verða amma eins og lífið er í dag. Krakkarnir þurfa að klára skóla, eiga fyrir heimili og koma sér vel fyrir, sem er ekkert auðvelt áður en blessuð börnin koma. En ömmubörnin verða alltaf velkomin.“

Ítarlegra viðtal við Ásdísi má lesa í helgarblaði DV.

Forsíða helgarblaðs DV.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta