fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Fókus

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 17:00

Hasan Kizil elskar dýr, af öllum stærðum og gerðum. Hann hefur gert það að markmiði sínu að hjálpa dýrum og það gerir hann með því að smíða í sjálfboðavinnu stoðtæki fyrir þau.

„Dýr eru mér mikilvæg, þau eru sakleysislegustu skepnur á jörðinni,“ segir Kizil, „það sem ég geri fyrir þau er ekki mikið.“

Eftir að Kizil varð vitni að dauða kattar, þá ákvað hann að finna leið til að hjálpa dýrum. Hann hefur elskað að smíða síðan hann var drengur og hugsaði því af hverju hann væri ekki að hjálpa dýrum með því að smíða göngugrindur og stoðtæki fyrir dýr, sem hafa brotið sig.

Fyrsta stoðtækið smíðaði hann fyrir örn, og í raun bara úr rusli: vatnsröri og hlut úr þvottavél.
Hann byrjaði heima, en eftir að góðverk hans fóru að spyrjast út, ákvað verslunarmiðstöð í Tyrklandi að lána honum rými endurgjaldslaust fyrir aðstöðu hans.
Í fyrra hjálpaði Kizil 200 dýrum.
Á hverjum degi gerir hann 3-4 göngugrindur, en hann gerir þær allar í sjálfboðacinnu.
Fólk getur haft samband við Kizil í gegnum Instagram.

Kizil telur að ekkert veiti meiri gleði en fyrstu skrefin sem dýrin taka með aðstoð stoðtækja hans og gleði dýranna.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar missti foreldra sína ungur: Dauðinn nálægur í grípandi og hnyttnum smásögum

Gunnar missti foreldra sína ungur: Dauðinn nálægur í grípandi og hnyttnum smásögum
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Helgason valinn snjóbrettamaður ársins

Halldór Helgason valinn snjóbrettamaður ársins
Fókus
Í gær

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Afþakkaðu sykur í dag

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Afþakkaðu sykur í dag
Fókus
Í gær

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Af hverju eignuðust Grýla og Leppalúði engar stelpur?“

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Af hverju eignuðust Grýla og Leppalúði engar stelpur?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnaðar myndir frá fimmta áratugnum – Sjáðu hvernig Reykjavík hefur breyst – Veist þú hvar þessar myndir voru teknar?

Magnaðar myndir frá fimmta áratugnum – Sjáðu hvernig Reykjavík hefur breyst – Veist þú hvar þessar myndir voru teknar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt manndráp á Laugarnesvegi – Tímavélin

Óhugnanlegt manndráp á Laugarnesvegi – Tímavélin