

Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson táraðist þegar hann ræddi við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, í nýjasta þætti sínum, Með Loga, sem sýndur var í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi.
Í þættinum ræddi Margrét meðal annars um baráttu hinsegin fólks á Íslandi, baráttu sem var sannarlega ekki auðeld á árum áður þar sem mörg ljón voru í veginum.
Í stiklu vegna þáttarins í gærkvöldi sést að viðtalið var býsna tilfinningaþrungið. Bæði Logi og Margrét Pála táruðust þegar þau ræddu saman.
„Veistu hvað voru margir, Logi, sem lifðu þetta ekki af? Að búa inni í þessu samfélagi smánar og fyrirlitningar? Veistu hvað voru margir sem lifðu þetta ekki af? Og allir strákarnir sem við misstum. Núna skelf ég smá en það er allt í lagi. Strákarnir okkar sem fóru úr alnæminu, þeir urðu þessi pressa á samvisku þjóðarinnar og á samvisku þjóðanna,“ segir Margrét Pála meðal annars í stiklunni sem sagðist aldrei hafa talað um þessi mál á þennan hátt áður.