fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Logi Bergmann táraðist þegar hann ræddi við Margréti Pálu –  „Veistu hvað voru margir sem lifðu þetta ekki af?“

Fókus
Föstudaginn 26. október 2018 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson táraðist þegar hann ræddi við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, í nýjasta þætti sínum, Með Loga, sem sýndur var í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi.

Í þættinum ræddi Margrét meðal annars um baráttu hinsegin fólks á Íslandi, baráttu sem var sannarlega ekki auðeld á árum áður þar sem mörg ljón voru í veginum.

Í stiklu vegna þáttarins í gærkvöldi sést að viðtalið var býsna tilfinningaþrungið. Bæði Logi og Margrét Pála táruðust þegar þau ræddu saman.

„Veistu hvað voru margir, Logi, sem lifðu þetta ekki af? Að búa inni í þessu samfélagi smánar og fyrirlitningar? Veistu hvað voru margir sem lifðu þetta ekki af? Og allir strákarnir sem við misstum. Núna skelf ég smá en það er allt í lagi. Strákarnir okkar sem fóru úr alnæminu, þeir urðu þessi pressa á samvisku þjóðarinnar og á samvisku þjóðanna,“ segir Margrét Pála meðal annars í stiklunni sem sagðist aldrei hafa talað um þessi mál á þennan hátt áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta