fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Emmsjé Gauti: „Föðurhlutverkið hvetur mig meira til þess að horfa inn á við“

Tómas Valgeirsson, Guðni Einarsson
Laugardaginn 20. október 2018 15:00

Emmsjé Gauti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringurinn og Breiðhyltingurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið einn allra vinsælasti rappari landsins um árabil. Listamaðurinn hefur sópað til sín tilnefningum og verðlaunum fyrir lög sín og plötur og hafa fáir listamenn í íslensku rappsenunni komist með tærnar þar sem Gauti hefur hælana.

Það hefur tekið listamanninn tíma og metnað að komast á þann stað sem hann er á í dag en hann hefur sent frá sér fimm breiðskífur og yfir tuttugu smáskífur. Á leiðinni hefur hann lent í ýmsum uppákomum. Fimmta breiðskífa kappans leit dagsins ljós fyrr í vikunni undir heitinu FIMM. Sjálfskoðun og aðra upplifun á sjálfum sér segir Gauti hafa valdið því að platan hafi orðið rólegri og farið í aðra átt en þær fyrri. Gauti er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hann vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar í vesturbæ Reykjavíkur, útgáfutónleika á Akureyri og jólatónleika í Háskólabíói.

DV ræddi við Gauta í einlægu við tali um upprunann, ferilinn, eiturlyfjavanda ungs fólks og sitthvað fleira.

Þetta er brot úr helgarviðtali DV.

Á unga aldri var Gauti í frímerkjaklúbb, æfði skák og var í fimleikum. Einnig var hann skáti þar sem hann kynntist fyrst íslenskri rapptónlist.

Færðu einhvern tímann á tilfinninguna að hipphopp-senan sé búin að ná hámarki?

„Ég hélt að hún hefði náð hámarki fyrir fjórum árum, en hvað var rokk og ról lengi á toppnum? Þetta er náttúrlega sena sem talar til ungs fólks og út frá því smitar það yfir í aðra aldurshópa líka. Það er ekki hægt að skilgreina rapp sem bara rapp, því þetta er svo fáránlega vítt hugtak. Mér finnst vera jákvæð þróun varðandi að það er auðveldara fyrir ungt fólk að koma sér á framfæri í dag en það var þegar ég byrjaði. Samfélagsmiðlar eru eflaust stærsti þátturinn í því. Tónlist hljómar líka almennt betur í dag en áður. Það má segja að versta tónlistin í dag hljómi eins og besta tónlistin sem við vorum að gera, því við vorum ekki með upptökugræjur.“

Nú átt þú tvö börn. Finnst þér þú hafa breyst mikið með tilkomu dætra þinna?

„Ég held að það sé algjör klisja að maður breytist við að eignast börn, en hugsunarhátturinn breytist auðvitað. Ég geri ekki sömu heimskulegu hlutina og áður en ég varð pabbi. Ég finn fyrir þessu þegar ég sem texta í dag. Ekki það að ég skammist mín fyrir fortíðina en föðurhlutverkið hvetur mig meira til þess að horfa inn á við og spyrja sjálfan mig: Hver er ég og hvaða arfleið er ég að skilja eftir fyrir dætur mínar?

Staðreyndin er samt sú að þú verður að þroskast þegar þú eignast barn. Það er líf í höndunum þínum sem þú verður að sjá um. Ég veit auðvitað ekkert hvað framtíðin mun bera í skauti sér en mér finnst nauðsynlegt að vera heiðarlegur og segja hvernig líf mitt var, að reyna að sigta út vondu hlutina og kenna börnunum að gera betur. Ég held að þar liggi aðalbreytingin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta