fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fókus

Ragnhildur Steinunn á von á tvíburum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 09:13

Ragnhildur Steinunn er með barni.

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir á von á eineggja tvíburum með eiginmanni sínum, sálfræðingnum Hauki Inga Guðnasyni. Fyrir eiga þau dótturina Eldeyju, sem er átta ára, og soninn Jökul, fimm ára.

Ragnhildur Steinunn og Haukur hafa verið saman síðan árið 1996, en gengu í það heilaga við fallega athöfn á Ítalíu í júlí síðastliðnum.

Í viðtali við mbl.is fyrir stuttu lýsti Ragnhildur Steinunn hvað móðurhlutverkið hefur kennt henni.

„Svo ótal margt, ég veit varla hvar ég á að byrja. Í fyrsta lagi er það þessi skil­yrðis­lausa ást sem hell­ist yfir mann, hversu klisju­kennt sem það hljóm­ar. Maður dýpk­ar og þrosk­ast. Ég legg mig alla fram í þessu hlut­verki og reyni að njóta þess til hins ýtr­asta,“ sagði hún og bætti við að svefnleysi væri ein stærsta áskorun móðurhlutverksins.

„Ætli það sé ekki að finna þenn­an gullna meðal­veg og muna eft­ir sjálf­um sér í leiðinni. Svo fannst mér svefn­leysið risa áskor­un en son­ur okk­ar vann framúrsk­ar­andi sig­ur í því með að halda okk­ur vak­andi á nótt­unni fyrsta árið.“

Nýjasta viðbótin við fjölskylduna er væntanleg á vormánuðum og ríkir að vonum mikil stemning á heimilinu. Nýr þáttur sem Ragnhildur Steinunn stýrir á RÚV ásamt Viktoríu Hermannsdóttur, Sítengd, verður frumsýndur á RÚV á sunnudag, en til gamans má geta að fyrrnefnd Viktoría er einmitt líka ólétt, en hún og unnusti hennar, grínistinn Sólmundur Hólm, tilkynnt um þungunina fyrir stuttu.

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi gengu í það heilaga á Ítalíu í sumar.

Fókus óskar Ragnhildi Steinunni og Hauki innilega til hamingju með gleðigjafana.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi slær (aftur) í gegn í norskum auglýsingum

Guðmundur Ingi slær (aftur) í gegn í norskum auglýsingum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lumar þú á handriti að barnabók? Handritaskil fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin standa nú yfir

Lumar þú á handriti að barnabók? Handritaskil fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin standa nú yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Cardi B og City Girls gefa út myndband við Twerk og það er gjörsamlega truflað!

Cardi B og City Girls gefa út myndband við Twerk og það er gjörsamlega truflað!
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Cranberries heiðra minningu Dolores O´Riordan með nýju lagi

The Cranberries heiðra minningu Dolores O´Riordan með nýju lagi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch