Fókus

Íslenskar stjörnur og eftirsóttu umboðsmennirnir

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 14. október 2018 18:30

Heimurinn er smár og í heimi fallega, hæfileikaríka og fræga fólksins er hann smærri en þú heldur. Leikarar og fagfólk innan skemmtanabransans væri óskaplega lítið án umboðsmanna og fulltrúa sem sjá um að toga í spottana á bak við tjöldin. Kíkjum á brot af íslenskum stjörnum sem deila fulltrúa eða umboðsmanni með öðrum þekktari. Taka skal fram að ekki er eingöngu um hefðbundna umboðsmenn að ræða, heldur einnig fulltrúa umboðsskrifstofa og þjarka sem sjá um að finna góð verk handa betra fólki.

 

TÓMAS LEMARQUIS

Leikarinn Tómas Lemarquis hefur heldur betur skotið upp kollinum í fjölbreyttum verkefnum bæði erlendis og hér heima. Með smávægilegri hjálp frá óhefðbundnum persónutöfrum og öflugum umboðsmanni hefur hann fengið góð tækifæri til þess að leyfa skallanum og hæfileikum sínum að skína.

Umboðsmaður: Sarah Camlett
Tómas Lemarquis (Blade Runner 2049, X-Men: Apocalypse, Snowpiercer)
Elizabeth Moss (The Handmaid’s Tale)
David Tennant (Doctor Who)
Carla Juri (Wetlands, Blade Runner 2049)

 

HERA HILMAR

Hera Hilmarsdóttir landaði tækifæri ferilsins með því að fá burðarhlutverkið í ævintýramyndinni Mortal Engines. Sú mynd kemur úr smiðju Peters Jackson og munu aðsóknartölur myndarinnar í desember segja til um hvort aðrar umboðsskrifstofur stökkvi hreinlega á tækifærið til þess að grípa Heru yfir til sín.

Umboðsmaður: Molly Wansell
Hera Hilmar (Vonarstræti, An Ordinary Man, Mortal Engines)
Stacy Martin (Nymphomaniac)

 

ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON, BALTASAR BREKI SAMPER OG ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON

Það er traustsins vert að vera með fulltrúa á hraðvali sem starfar með Óskarstilnefndu fólki og rísandi sem reyndum stjörnum. Þeir Ólafur Darri, Baltasar Breki og Þorvaldur Kristjánsson eru í góðum höndum.

Umboðsmaður: John Grant
Ólafur Darri Ólafsson (A Walk Among the Tombstones, The Meg, The Widow)
Baltasar Breki Samper (Ófærð, Vargur)
Thor Kristjánsson (Vonarstræti, Dracula Untold)
Sally Hawkins (The Shape of Water, Paddington, Godzilla)
Benedict Cumberbatch (Sherlock, The Hobbit, The Imitation Game)
Joanna Lumley (Absolutely Fabulous, Paddington 2, The Wolf of Wall Street)
Chris Colfer (Glee, Absolutely Fabulous: The Movie)
Jack O’Connell (Unbroken, Money Monster, Starred Up)

 

ÁRNI BJÖRN HELGASON

Það er ekki ósanngjarnt að útnefna Árna Björn Helgason framleiðanda sem „umboðsmann Íslands“ en í hans taumi er veglegur hópur sem heldur áfram að spreyta sig.

Umboðsmaður: Árni Björn Helgason – (hjá Creative Arts Iceland)
Jóhannes Haukur Jóhannesson (Atomic Blonde, Alpha, The Innocents)
Heiða Reed (Stella Blomkvist)
Ágústa Eva Erlendsdóttir (Bjarnfreðarson, Borgríki, Ég man þig)
Baldvin Z (Vonarstræti, Lof mér að falla)
Darri Ingólfsson (Borgríki II, Dexter, Money Monster)
Atli Óskar Fjalarsson (Órói, Þrestir)
Björn Stefánsson (Rökkur, Lof mér að falla)
Halldóra Geirharðsdóttir (Málmhaus, Kona fer í stríð)
Magnús Jónsson (Réttur, Spell)
Saga Garðarsdóttir (Bakk, Steypustöðin, Hreinn Skjöldur)

 

ANÍTA BRIEM

Ferill Anítu Briem hefur notið góðs af því að hún er búsett erlendis. Fegurð og færni kemur fólki innan bransans aðeins hálfa leiðina og því gott að hafa einhvern til taks til þess að hringja erfiðu símtölin.

Umboðsmaður: Sean Elliott
Aníta Briem (Journey to the Center of the Earth, The Tudors)
Stephanie Beatriz (Short Term 12, Brooklyn 99)
James Marsden (The Notebook, X-Men, 2 Guns)

 

BALTASAR KORMÁKUR

Balti var fyrstur Íslendinga til að ryðja veginn til þess að gerast leikstjóri fyrir vestrænan markað. Þegar maður er bæði eftirsóttur leikari jafnt sem framleiðandi og leikstjóri dugar ekki að hafa aðeins einn umboðsmann og Baltasar er aldeilis með tvo öfluga í takinu.

Baltasar Kormákur (Contraband, Djúpið, Everest, Ófærð, Adrift)

Umboðsmaður #1: Mike Simpson
Quentin Tarantino (Pulp Fiction, Inglourious Basterds, The Hateful Eight)
Trey Parker (South Park, Team America, The Book of Mormon)
Tim Burton (Beetlejuice, Edward Scissorhands, Alice in Wonderland)

Umboðsmaður #2: Rich Cook
Sylvester Stallone (Rocky, Rambo, Spy Kids 3D)
Mark Wahlberg (Contraband, The Fighter, Transformers 4 og 5)
Eddie Murphy (Beverly Hills Cop, Dreamgirls, Tower Heist)
Michael Bay (The Rock, Bad Boys, Transformers 1-5)

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Jan Gehl – Mannlíf milli húsa

Jan Gehl – Mannlíf milli húsa
Fókus
Í gær

Fjórða hver kona hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun

Fjórða hver kona hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun
Fókus
Í gær

Samferða standa fyrir tónleikum – Ágóði rennur óskiptur til einstaklinga og fjölskyldna í neyð

Samferða standa fyrir tónleikum – Ágóði rennur óskiptur til einstaklinga og fjölskyldna í neyð
Fókus
Í gær

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

BLE-Rödd unga fólksins hlaut 19.2% atkvæða

BLE-Rödd unga fólksins hlaut 19.2% atkvæða