Íslenska landsliðið er nú á leið til Rússlands en strákarnir okkar munu hefja keppni á HM eftir um viku.
Strákarnir lentu í alls kyns veseni í Leifsstöð og þurftu á meðal annars að bíða í dágóðan tíma eftir tösku sem Heimir Hallgrímsson hafði sett í vitlausa rútu.
Allt er þó í topp standi þessa stundina en strákarnir eru komnir upp í vél og eru á leiðinni erlendis.
Það er ýmislegt gott í boði í fluginu fyrir strákana en flogið er með Icelandair og vonandi að það fari vel um okkar menn.
Hér fyrir neðan má sjá matseðilinn sem okkar menn fengu um borð og kveðju frá Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair.