fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Kristinn Freyr útskrifaðist af spítala í gær – Fer aftur í aðgerð á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 09:20

Kristinn Freyr Sigurðsson miðjumaður Vals útskrifaðist af spítala í gær eftir að hafa legið þar síðan 10 desember á síðasta ári. Miðjumaðurinn fer hins vegar aftur inn á spítala á morgun.

Valur samdi í gær við þá Gary Martin, Emil Lyng og Lasse Petry og koma þeir allir til með að styrkja hóp Vals verulega. Kristinn Freyr var mættur á fundinn.

„Ég lagðist hérna inn þann 10. desember, það átti að laga rifu sem var í liðþófanum og bólgur sem voru í sinum í hnénu. Ég var búinn að glíma við þessi meiðsli í eitt ár, það átti bara að laga þetta svo ég yrði klár í slaginn fyrir næsta tímabil. Ég fæ svo sýkingu og ástandið er bara óljóst,“ sagði Kristinn við 433.is á dögunum.

Meira:
Martröð Kristins Freys: Fór í litla aðgerð 10. desember en hefur legið á spítala síðan

Kristinn fer aftur undir hnífinn á miðvikudag þar sem reyna á að laga það sem fór úrskeiðis, hann á í vandræðum með að rétta úr hnénu sínu þessa stundina.

Kristinn gengur um með poka framan á sér og fær áfram sýklalyf í æð til að reyna að drepa sýkinguna sem hann fékk eftir fyrri aðgerðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik