fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
433Sport

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu hefur átt merkilegan feril þrátt fyrir ungan aldur.

Hólmar var partur af liði West Ham United frá 2008 til 2011 en var lánaður til Cheltenham Town árið 2009.

Það var ansi sérstök upplifun en Cheltenham lék í League 2 sem er fjórða efsta deild Englands.

Það er venjan að menn sparki boltanum bara langt í þeirri deild frekar en að spila boltanum á jörðinni. Hólmar fékk svo sannarlega að kynnast því.

,,Þá skipti ég um íþrótt og fór í League 2. Það var geggjað sko. Ég sé ekki eftir því. Ég bjó með fjórum öðrum gaurum í lítilli íbúð, þá var ég 18 ára og þeir voru allt frá 18 upp í 36,“ sagði Hólmar.

,,Það var mikið fjör og helvíti mikið partý! Eftir hvern leik og það voru tveir leikir í viku. Það var keyrsla sko en það var ógeðslega gaman.“

,,Þar einmitt spilaði ég hægri bakvörð og svona í minningunni var ég minnsti maðurinn á vellinum.“

,,Ég fékk einhvern tímann boltann og renndi honum á miðjuna og hann tók hann bara og lúðraði hann upp í hornið í fyrsta og sagði: ‘Þú gefur ekki boltann á jörðinni, er ekki allt í lagi!?’ Eftir það þá var maður bara að lúðra honum líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um erfiða tíma á Old Trafford: ,,Eftir eitt rifrildi þá var sambandið aldrei eins“

Opnar sig um erfiða tíma á Old Trafford: ,,Eftir eitt rifrildi þá var sambandið aldrei eins“
433Sport
Í gær

Stjarna Juventus glímir við hjartavandamál – Ferillinn mögulega í hættu

Stjarna Juventus glímir við hjartavandamál – Ferillinn mögulega í hættu
433Sport
Í gær

Stórstjarna City gleymdi að tryggja bílinn sinn: Dekkinu var læst fyrir utan veitingastað

Stórstjarna City gleymdi að tryggja bílinn sinn: Dekkinu var læst fyrir utan veitingastað
433Sport
Í gær

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum
433Sport
Í gær

8-liða úrslit bikarsins: Manchester United fær erfitt verkefni

8-liða úrslit bikarsins: Manchester United fær erfitt verkefni
433Sport
Í gær

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”
433Sport
Fyrir 2 dögum

Síðasti spölur Sala: Hundurinn sorgmæddur fyrir utan athöfnina

Síðasti spölur Sala: Hundurinn sorgmæddur fyrir utan athöfnina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hættu við útsendingu: Ástæðan er ljóshærð kona

Hættu við útsendingu: Ástæðan er ljóshærð kona