fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019
433Sport

Rúnar útskýrir hvað vantaði hjá íslenska landsliðinu: ,,Lars kom með eitthvað algjörlega nýtt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 11:00

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands.

Rúnar lék með mörgum góðum leikmönnum í íslenska landsliðinu á sínum tíma en árangurinn var ekki frábær.

Hann segir að Lars Lagerback hafi breytt miklu eftir að hafa komið inn sem þjálfari en hann náði því allra besta úr strákunum okkar.

Ísland spilaði á EM 2016 og HM 2018, eitthvað sem við vorum aldrei nálægt því að afreka á sínum tíma.

,,Megin ástæða þess ef við horfum á af hverju við síðan komumst. Það er þjálfunin, áherslur og sú taktík og leiðbeiningar sem Lagerback kemur með inn hingað og hans reynsla,“ sagði Rúnar.

,,Ég held að við höfum aldrei haft slíkan þjálfara áður, með allri virðingu með þeim þjálfurum sem þjálfuðu mig í landsliðinu og náðu margir hverjir góðum árangri.“

,,Lars kom með eitthvað algjörlega nýtt, hann náði því besta úr íslenska liðinu, góðum varnarleik en á sama tíma að halda boltanum og spila fótbolta.“

,,Hann einfaldaði leikinn svo við gætum varist vel en líka skorað mörk og nýtt föstu leikatriðin. Við höfum oft verið með frábær landslið og örugglega með þjálfara með aðeins meiri þekkingu hefðum við getað farið aðeins lengra.“

,,Kannski vantaði okkur einn eða tvo topp klassa leikmenn í viðbót sem gátu haldið boltanum betur og spilað fótbolta. Við vorum svolítið massívir, það vantaði smá tækni og getu í að halda boltanum.“

,,Fótboltinn er búinn að breytast mjög mikið og það eru bara flest lið í heiminum sem geta haldið boltanum og látið hina aðeins elta hann. Það er íslenska landsliðið oft að gera og oft í stórum leikjum. Við sáum það á EM og HM.“

,,Þú getur ekki alltaf bara sparkað boltanum í burtu og vonað það besta. Þú þarft að ná honum niður og halda honum til að hvíla þig með hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hakkar Mo Salah í sig: Segir einfallt að lesa óheiðarleika hans

Hakkar Mo Salah í sig: Segir einfallt að lesa óheiðarleika hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var hræddur við að stíga um borð í flugvélina sem hrapaði: ,,Hún virðist vera að hrynja í sundur“

Var hræddur við að stíga um borð í flugvélina sem hrapaði: ,,Hún virðist vera að hrynja í sundur“
433Sport
Í gær

Þjálfari Kolbeins urðar yfir hann: ,,Mér var tjáð að hann væri mikið vandamál“

Þjálfari Kolbeins urðar yfir hann: ,,Mér var tjáð að hann væri mikið vandamál“
433Sport
Í gær

Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni

Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Memphis minnir ‘reiða’ stuðningsmenn á hversu vinsæll hann er: Eruð ekki með einn leikmann sem er eins góður og ég

Memphis minnir ‘reiða’ stuðningsmenn á hversu vinsæll hann er: Eruð ekki með einn leikmann sem er eins góður og ég
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elín Metta með tvö í sigri Íslands

Elín Metta með tvö í sigri Íslands
433Sport
Fyrir 3 dögum

Henry brjálaðist út í mótherja: ,,Amma þín er hóra“

Henry brjálaðist út í mótherja: ,,Amma þín er hóra“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kjartan Henry í dönsku úrvalsdeildina

Kjartan Henry í dönsku úrvalsdeildina